
Tillbaka till sökning
Helga Dögg Sverrisdóttir
Þjóðgarðurinn Snæfellsjökull er 179 km² að stærð og er á utanverðu Snæfellsnesi. Náttúran og merkar minjar eru ástæða þess að Þjóðgarðurinn Snæfellsjökull var stofnaður 28. júní 2001.
Snæfellsjökull er 1446 m hár og flatarmál hans 7 km². Jökullinn liggur á keilulöguðu eldfjalli. Hægt er að fara upp á jökulinn á snjósleða eða snjóbíl.
Jökullinn er mjög þekktur af því franski rithöfundurinn Jules Verne skrifaði árið 1864 skáldsöguna ,,Leyndadómar Snæfellsjökuls” þar sem aðalpersónan ferðast að miðju jarðar frá jöklinum.
Arnarstapi er mjög lítill útgerðarstaður. Sagt er að útgeislun frá jöklinum safnist fyrir á Arnarstapa og þangað kemur fólk til iðka alls konar kúnstir. Sagan segir að jökullinn sé einn af sjö stöðum í heiminum sem gefur mikla orku.
Hellnar er lítið sjávarpláss vestan við Arnarstapa. Meðfram ströndinni er falleg bergmyndun og hellir sem heitir Baðstofa. Mikið fuglalíf er í berginu.
Á Hellnum er gestastofa þjóðgarðsins þar sem er kaffihús og safn sem segir frá dýralífi og útgerð á og í kringum staðinn.
Dritvík var forn verstöð. Áður fyrr unnu 600-700 manns við sjósókn þarna. Hér finnst svört strönd.
Strönd Djúpalónssands hefur að geyma ýmsar furðulegar klettamyndanir. Árið 1948 fórst breskur togari rétt fyrir utan ströndina og járn úr honum er enn í sandinum.
Lóndrangar, sem eru gígtappar og leifar af gosi, standa austan við Malarrif þar sem stendur stór viti.