Play audiofileis
Villt dýr á Íslandi
Villt dýr á Íslandi

Svanhvít Hreinsdóttir

3
4

Á íslandi eru ekki mörg villt spendýr miðað við önnur lönd. Ástæðan er sú að Ísland er eyja langt frá öðrum löndum og því er erfitt fyrir dýrin að komast til landsins.

Play audiofile 5
6

Í sjónum við Ísland eru tvær tegundir af selum, landselur og útselur. Landselur finnst í kringum allt Ísland og hann er 1,5-2 metrar og um 100 kíló. Útselur er sjaldgæfari og hann er líka stærri. Áður fyrr var veitt mikið af sel, kjötið borðað og skinnin notuð.

Play audiofile 7
8

Refurinn er eina landspendýrið sem var á Íslandi á undan manninum. Sennilegast hefur refurinn verið hér við lok síðustu ísaldar. Hann heitir líka heimskautsrefur eða fjallarefur.

Play audiofile 9
10

Refurinn finnst um allt Ísland. Sumir refir eru brúnir allt árið en aðrir eru grábrúnir á sumrin og hvítir á veturna. Refurinn gerir sér greni með fleiri en einum útgangi. Þar eignast hann 4-10 yrðlinga í einu.

Play audiofile 11
12

Minkurinn kemur upphaflega frá Norður - Ameríku. Hann kom fyrst til Íslands 1931 því menn ætluðu að rækta minka í búrum og selja skinnin. Minkarnir sluppu margir út og dreifðust um allt land. Minkurinn er grimmur og flinkur að veiða sér til matar.

Play audiofile 13
14

Rottur eða brúnrottur komu fyrst til Íslands í kringum 1750 og sáust fyrst í Reykjavík. Þær hafa örugglega komið með skipum frá Evrópu. Í dag finnast þær á öllu landinu og eru aðallega við sjóinn og á ruslahaugum.

Play audiofile 15
16

Á Íslandi eru tvær tegundur músa. Húsamúsin sem býr nálægt fólki og étur allt sem hún getur melt og skemmir oft mat. Hagamúsin býr í náttúrunni en líka við hýbýli fólks. Hún borðar fræ og skordýr. Mýs eru u.þ.b. 6-12 cm. og eignast fjölda afkvæma.

Play audiofile 17
18

Hreindýr voru fyrst flutt til landsins 1771 frá Noregi og nokkrum árum síðar komu fleiri. Í dag eru um 3000-4000 dýr og þau halda til á Austurlandi. Á sumrin eru hreindýrin á hálendinu en á veturnar koma þau niður í byggð.

Play audiofile 19
20

Á haustin er leyfilegt að veiða ákveðinn fjölda hreindýra því annars verða þau of mörg. Fólk þarf að borga fyrir að fá að veiða hreindýr.

Play audiofile 21
22

Hvaða villt dýr heldur þú að séu í hafinu umhverfis Ísland?

Play audiofile 23
Villt dýr á Íslandi

Foto/ Myndir/ Asseq/ Valokuva/ Guvvieh/ Nuotraukos/ Photo:
S1: Tanya Simms - pixabay.com
S4: Commons.wikimedia.org
S6: Kai Kalhh - pixabay.com
S8: Skeeze - pixabay.com
S10: Diapicard - pixabay.com
S12: Mwanner - commons.wikimedia.org
S14: Silvia - pixabay.com
S16: Laurana Serres-Giardi - commons.wikimedia.org
S18: Alexandre Buisse - commons.wikimedia.org
S20+22: Pxhere.com
Forrige side Næste side
X