IS
Bergrún Íris Sævarsdóttir íslenskur barnabókahöfundur
IS
2
Bergrún Íris Sævarsdóttir íslenskur barnabókahöfundur

Helga Dögg Sverrisdóttir

3
4

Bergrún er íslenskur barnabókahöfundur og teiknari. Hún hefur skrifað bækur frá árinu 2014. Hún lauk prófi í listfræði frá Háskóla Íslands og síðar námi í teikningu frá Myndlistarskólanum.

5
6

Bergrún er fædd árið 1985 og býr í Hafnarfirði með fjölskyldu sinni. Hún á tvö börn. Hún er með vinnustofu í Hafnarfirði ásamt öðrum listamönnum.

7
8

Bergrún hefur alltaf haft áhuga á barnabókum og hann jókst þegar hún varð mamma 2009.

9
10

Hægt er að finna margar barnabækur sem hún hefur myndskreytt því hún er líka teiknari. Hér getur þú séð söguna Amma óþekka sem hún teiknaði myndir við.

11
12

Bergrún myndskreytir eigin bækur og fyrir aðra höfunda líka. Hún hefur líka teiknað myndir í kennslubækur.

13
14

Margar af bókum hennar hafa verið tilnefndar til fjölda verðlauna og hún hefur fengið verðlaun fyrir nokkrar þeirra.

15
16

Fyrsta bókin sem hún skrifaði, Vinur minn- vindurinn kom út 2014. Hún fékk verðlaun Í flokki Barna- og unglingabókmennta Norðurlandaráðs fyrir bókina.

17
18

Árið 2019 fékk hún Íslensku bókmenntaverðlaunin en þrjár bækur er verðlaunaðar. Hún fékk verðlaunin fyrir bókina sína Lang-elstur að eilífu.

19
20

Árið 2020 var Bergrún útnefnd sem listamaður Hafnarfjarðar. Hún fékk peningaupphæð sem bæjarlistamaður til að halda áfram að vinna að list sinni.

21
22

Í lok bókarinnar Kennarinn sem hvarf segir Bergrún frá sér. Hún las mikið sem barn og stundum inni í skáp þar sem voru púðar. Hún hafði vasaljós með og kex ef hún yrði svöng. Þegar hún var lítil var ekkert internet.

23
24

Í bókunum um kennarann segir Bergrún frá nemendum, einum í einu. Þeir endurspegla venjulegan bekk. Í bókinni Kennarinn sem hvarf sporlaust er stúlka frá Albaníu sem flutti til Íslands vegna veikinda bróður síns.

25
26

Í bókinni Kennarinn sem kveikti í er sagt frá Fannari sem er einhverfur. Hann er alltaf vel til fara og notar bindi sem er ekki venjulegt fyrir börn á þessum aldri. Fannar býr hjá ömmu sinni og afa.

27
28

Þekkir þú aðra íslenska barnabókahöfunda?

29
Bergrún Íris Sævarsdóttir íslenskur barnabókahöfundur

Foto/ Myndir/ Asseq/ Valokuva/ Govvá/ Guvvieh/ Nuotraukos/ Fotod/ Photo:
S1-8+12+14+18-28: Bergrún Íris Sævarsdóttir
S10+16: Forlagid.is
S28: Praha město literatury - youtube.com

www.facebook.com/vinurminnvindurinn
Forrige side Næste side
X