Helga Dögg Sverrisdóttir
Á Íslandi eru fjallaferðir vinsælar, ungir sem aldnir ganga á fjöll. Við eigum mörg fjöll um allt land. Hægt er að ganga á fjöll allt árið.
5Til að finna út hvaða fjall hentar manni má skoða bæklinga frá ferðafélögum. Erfiðleikastig mælist í skóm eða skíðamanni þar sem einn skór er auðveldasta ferðin og fjórir erfiðust.
7Þegar gengið er á fjöll er gott að hafa göngustafi. Nauðsynlegt er að hafa hollt nesti og nóg að drekka, helst vatn.
9Í Eyjafirði eru mörg fjöll sem hægt er að ganga á. Þau finnast frá 370 m- 1538 m há. Fjöllin eru miserfið yfirferðar.
11Maður sér út Eyjafjörðinn þegar staðið er á Miðvíkurfjalli sem er 561 m hátt. Ferðin er tveir skór.
13Súlur eru 1143 m hátt og maður sér fjallið frá Akureyri. Vegalengdin upp á topp er 5,5 km hvor leið og er þriggja skóa ferð.
15Myndin er tekin seint að kvöld 21. júní á fjallinu Súlur og enn er snjór. Á Íslandi er bjart allan sólarhringinn á þessum árstíma. Það heitir miðnætursól.
17Þegar komið er upp á Kræðufell, 717 m, er útsýnið stórkostleg. Leiðin er 5 km hvor leið og ferðin er tveir skór.
19Skólavarða er 660 m hátt fjall. Þegar komið er upp sér maður inn Eyjafjörð. Göngutúrinn er tveir skór.
21Þegar komið er í Fálkafell, sem er 370 m hátt, sér maður yfir Akureyri og ferðin er einn skór. Skátar á Akureyri eiga skátakofa í Fálkafelli.
23Foto/ Myndir/ Asseq/ Valokuva/ Guvvieh/ Nuotraukos/ Photo:
S1: Bjarki S - commons.wikimedia.org
S4+6+8+10+12+16+18+20+22+24: Helga Dögg Sverrisdóttir
S14: Ævar Arnfjörð Bjarmason - commons.wikimedia.org