
Tillbaka till sökning
Helga Dögg Sverrisdóttir
Alþingi Íslendinga var stofnað á Þingvöllum 930 og þar voru haldin þing til ársins 1798. Alþingi er eitt af elstu þingum í heimi. Það var haldið á Þingvöllum til ársins 1798. Hér voru ágreiningsmál leyst og ný lög ákveðin.
Frá því að Alþingi var flutt til Reykjavíkur hafa stórhátíðir verið á staðnum, t.d. stofnun lýðveldisins 1944.
Þingvellir hafa sérstaka þýðingu fyrir Íslendinga. Þingvellir er í dag friðlýstur helgistaður. Þingvellir fóru á heimsminjaskrá UNESCO árið 2004.
Saga staðarins og náttúra dregur marga ferðamenn að sér. Staðurinn er í svokölluðum ,,Gullna hring.” Jafnt sumar, vetur, vor og haust heimsækja ferðamenn Þingvelli. Hver árstíð hefur sinn sjarma sem breytir landslaginu.
Hægt er að snorkla í ánni Silfru. Grunnvatnið í ánni er afar tært og blátt því það er bráðið vatn frá jökli og hefur verið í jörðinni í mörg ár. Í Silfru getur maður komið við to flekaskil á sama tíma.
Þingvallasvæðið er á mörkum Norður-Ameríska- og Evrasíðuflekanum og er meðfram eldgosabelti sem liggur þvert yfir Ísland. Vorið 1798 gekk 10 daga jarðskjálftahrina yfir Þingvelli.
Þingvallavatn er stærsta náttúrulega stöðuvatn landsins um 83,7 km² að stærð. Það er líka mjög djúpt, 114 m. Birkiskógur er áberandi í landi þjóðgarðsins.
Öxará er bergvatnsá sem rennur í Öxarárfossi sem er fallegur. Þaðan fer fossinn í Þingvallavatn.