Helga Dögg Sverrisdóttir
Á Íslandi setja margir blóm í garðana sína, á veröndina eða svalir. Blómin eru sett í blómabeð, í kassa eða önnur ílát sem henta blómum.
Til eru ýmsar gerðir af blómum og í mörgum litum. Einær planta er planta þar sem lífsferillinn er aðeins eitt ár. Tvíær planta þarf tvö ár til að ljúka lífsferli sínum. Fjölær planta blómgast ár eftir ár.
Blómin í bókinni eru ræktuð hér á landi sem einær. Sum þeirra eru ekki einær en þola ekki frost. Þau eru geymd í frostlausu húsi yfir veturinn og fjölgað með græðlingum.
Stjúpa finnst í mörgum litum og litabrigðum. Plantan er einær, harðgerð og vindþolin. Hún er ein af bestu sumarblómunum. Blómstrar allt sumarið.
Fjóla þykir fallegt blóm og finnast í mörgum litum. Hún er fjölær planta en einær á Íslandi. Vindþolin og þrífst vel á sólríkum stað.
Morgunfrú er einært sumarblóm. Það verður 40-60 cm há og er oftast gult eða appelsínugult á litinn.
Snædrífa hentar vel í svalakassa. Blómin geta verið hvít, blá eða bleik. Þau blómsta allt sumarið. Þarf að vera á sólríkum stað og er harðger planta.
Flauelsblóm er gult, rauðgult eða tvílitt. Finnst í mörgum afbrigðum. Blómstrar mikið en þarf sólríkan stað og þolir illa frost.
Klæðisblóm þarf næringarríkan jarðveg, sólríkan og þurran stað til að vaxa. Blómin eru stór og þegar þau visna þarf að klippa þau. Þau Þola illa kulda.
Skjaldflétta er harðgerð klifurplanta. Þarf sólríkan stað til að vaxa og næringarríkan jarðveg. Blóm og blöð plöntunnar má nota í salat.
Möggubrá er hvít með gulan lit í miðjunni. Harðger planta sem blómstrar mikið. Verður 20-50 cm há.
Tóbakshorn er harðgerð planta sem þrífst á sólríkum stað og í skjóli. Blómstrar mikið og hentar í ker.
Fagurfífill er fjölær, harðgerð og blómsæl planta. Þrífst best á björtum stað en þolir hálfskugga. Finnst í görðum og úti í náttúrunni.
Hádegisblóm er harðgert blóm. Blómin lokast í skugga en opnast í sól. Er í áberandi litum frá miðju sumri.
Brúðarauga er harðgert smáblóm sem er blómviljugt. Þarf næringarríkan jarðveg og hentar vel sem kantblóm í blómabeð í görðum.
Foto/ Myndir/ Asseq/ Valokuva/ Govvá/ Guvvieh/ Nuotraukos/ Fotod/ Photo:
S1: Pikist.com
S4: Kvennablaðið
S6+8+14+30+34: Sigurður Arnarson
S10: David Monniaux - commons.wikimedia.org
S12+26: Jerzy Opioła - commons.wikimedia.org
S16: Forest & Kim Starr - commons.wikimedia.org
S18: George Chernilevsky - commons.wikimedia.org
S20: Pxfuel.com
S22: J-Luc - commons.wikimedia.org
S24: Dryas - commons.wikimedia.org
S28: Hans Braxmeier - pixabay.com
S32: André Karwath - commons.wikimedia.org