
Aftur í leit
Helga Dögg Sverrisdóttir
Selir finnast víða í höfum heims. Misjafnt er eftir tegunum hvar þeir halda sig. Nokkrar tegundir halda sig við strendur Íslannds.
5Selar eru stór dýr. Fer eftir tegund hve langir og þungir þeir eru. Karldýrið heitir brimill og kvendýri urta. Þegar kvendýrið fæðir eignast afkvæmi heitir það að kæpa. Afkvæmið heitir kópur.
7Talning sela fer fram árlega á Íslandi. Selasetrið á Hvammstanga hefur umsjón með talningunni. Sjálboðaliðar sjá um talninguna en þeir koma frá ýmsum löndum.
9Landselur, (Phoca vitulina). Brimlarnir verða um 1,5 til 2 m á lengd og vega um 100-150 kíló. Urturnar eru ívið minni. Selurinn lifir í Norðurhluta kyrrahafs, Norður- Atlantshafi og Eystrasalti. Þetta er algengasta selategundin við strendur Íslands.
11Hringanóri, (Phoca hispida). er útbreiddur báðum megin Norður-Atlantshafsins. Hann er algengur flækingur við Íslandsstrendur. Lengd hringanóra er á bilinu 120-130 cm og þeir geta orðið allt að 100 kg. Brimillinn er heldur stærri en urtan.
13Útselur, (Halichoerus grypus), er stór selur. Hann er útbreiddur báðum megin Norður-Atlantshafsins. Útselur finnst við stendur Íslands. Fullorðinn brimill getur náð yfir þriggja metra lengd og orðið 300 kg að þyngd en urturnar verða sem stærstar um 2 m lengd og 180 kg.
15Vöðuselur, (Phoca groenlandica), er um 170 til 180 cm langur fullvaxinn og 120 til 140 kg á þyngd.Vöðuselurinn skiptist í þrjá stóra stofna eftir kæpingarsvæðum. Stærsti hluti þeirra heldur sig við Labrador, Nýfundnalands og einnig í St. Lawrence flóa.
17Blöðruselur, (Cystophora christata). Fullvaxnir brimlar eru 2,5 til 3 metrar á lengd og eru 300 til 400 kg á þyngd, fullvaxnar urtur eru minni, 2 til 2,4 metrar á lengd og vega 160 til 230 kg. Blöðruselur er úthafsselur og kemur bara á land ef hann er veikur.
19Kampselur, (Erignathus barbatus), er stundum nefndur granselur eða kampur. Selurinn er 2 til 2,5 m á lengd og 200 og allt að 360 kg á þyngd. Sjaldgæfur við strendur Íslands. Heldur sig mest á norðurhveli jarðar.
21