IS
Play audiofileis
Grunnskólinn á Íslandi
IS
2
Grunnskólinn á Íslandi

Emelía Sara Ásgreirsdóttir og Sóley Eggertsdóttir - Breiðholtsskóli

3
4

Öll börn og unglingar á aldrinum 6-16 ára eiga að stunda grunnskólanám. Flest börn stunda nám í sínum hverfisskóla.

Play audiofile 5
6

Sumir skólar eru mjög fámennir, sundum 2-5 nemendur en í fjölmennustu skólunum eru um 1000 nemendur.

Play audiofile 7
8

Í dag eru ekki lengur heimavistarskólar en sumir nemendur þurfa að ferðast með skólabíl. Þeir sem fara lengst eru oft einn klukkutíma hvora leið.

Play audiofile 9
10

Í 1.-4. bekk eru nemendur 30 kennslustundir á viku í skólanum en í 5.-7. bekk eru nemendur 35 kennslustundir. 8.-10. bekkur er síðan 37 stundir á viku í skólanum. Hver kennslustund er 40 mínútur.

Play audiofile 11
12

Í hverri viku eru 3 tímar í íþróttum hjá öllum nemendum. Margir skólar eru með íþróttasal en í minni bæjum eru íþróttahúsið og sundlaugin oftast við hliðina á skólanum og notuð til kennslu.

Play audiofile 13
14

Sund er skyldufag allan grunnskólann. Allir nemendur eiga að fá sundkennslu minnst 20 tíma á ári. Sumir skólar eru með eigin sundlaug en annars fara nemendur í þá sundlaug sem er næst skólanum.

Play audiofile 15
16

í 1.-4. bekk er aðaláherslan lögð á lestur, íslensku og stærðfræði. Einnig læra nemendur náttúrufræði, samfélagsfræði, íþróttir, list og verkgreinar. Nemendur byrja að læra ensku í þriðja eða fjórða bekk.

Play audiofile 17
18

Á miðstigi eða í 5.-7. bekk eru sömu námsgreinar og í 1.-4. bekk en áherslurnar breytast. Í 6. eða 7. bekk byrja nemendur að læra dönsku.

Play audiofile 19
20

í 1. -7. bekk eru allir nemendur í list og verkgreinum yfirleitt 4 tíma á viku og eru í 6-8 vikur í hverju fagi. Þá er nemendum yfirleitt skipt í minni hópa. Oft er heilum árgangi skipt í hópa þvert á bekkina.

Play audiofile 21
22

List- og verkgreinar eru smíði, textílmennt, heimilisfræði, myndmennt og leiklist.

Play audiofile 23
24

Í unglingadeild eru kjarnagreinar sem eru íslenska, stærðfræði, enska, danska, samfélagsfræði og náttúrufræði. Síðan koma íþróttir og sund 3-4 tíma á viku. Þetta eru um 30 tímar á viku.

Play audiofile 25
26

Nemendur geta síðan valið sér námsgreinar 7-8 tíma á viku. Valgreinar eru mismunandi eftir skólum en oft er boðið upp á spænsku, þýsku, matreiðslu, smíði, textíl, kvikmyndagerð, tónlist, fótbolta, handbolta og margt fleira.

Play audiofile 27
28

Allir grunnskólar eru með mötuneyti og bjóða upp á heitan mat í hádeginu. Foreldrar borga hluta af kostnaði.

Play audiofile 29
30

Hvernig er grunnskólinn í þínu landi?

Play audiofile 31
Grunnskólinn á Íslandi

Foto/ Myndir/ Asseq/ Valokuva/ Guvvieh:
S1+6+8+20: Svanhvít Hreinsdóttir
S4+10+12+14+16+18+22+24+26+28: Emelía Sara Ásgreirsdóttir og Sóley Eggertsdóttir
Forrige side Næste side
X