Emelía Sara Ásgreirsdóttir og Sóley Eggertsdóttir - Breiðholtsskóli
Öll börn og unglingar á aldrinum 6-16 ára eiga að stunda grunnskólanám. Flest börn stunda nám í sínum hverfisskóla.
5Sumir skólar eru mjög fámennir, sundum 2-5 nemendur en í fjölmennustu skólunum eru um 1000 nemendur.
7Í dag eru ekki lengur heimavistarskólar en sumir nemendur þurfa að ferðast með skólabíl. Þeir sem fara lengst eru oft einn klukkutíma hvora leið.
9Í 1.-4. bekk eru nemendur 30 kennslustundir á viku í skólanum en í 5.-7. bekk eru nemendur 35 kennslustundir. 8.-10. bekkur er síðan 37 stundir á viku í skólanum. Hver kennslustund er 40 mínútur.
11Í hverri viku eru 3 tímar í íþróttum hjá öllum nemendum. Margir skólar eru með íþróttasal en í minni bæjum eru íþróttahúsið og sundlaugin oftast við hliðina á skólanum og notuð til kennslu.
13Sund er skyldufag allan grunnskólann. Allir nemendur eiga að fá sundkennslu minnst 20 tíma á ári. Sumir skólar eru með eigin sundlaug en annars fara nemendur í þá sundlaug sem er næst skólanum.
15í 1.-4. bekk er aðaláherslan lögð á lestur, íslensku og stærðfræði. Einnig læra nemendur náttúrufræði, samfélagsfræði, íþróttir, list og verkgreinar. Nemendur byrja að læra ensku í þriðja eða fjórða bekk.
17Á miðstigi eða í 5.-7. bekk eru sömu námsgreinar og í 1.-4. bekk en áherslurnar breytast. Í 6. eða 7. bekk byrja nemendur að læra dönsku.
19í 1. -7. bekk eru allir nemendur í list og verkgreinum yfirleitt 4 tíma á viku og eru í 6-8 vikur í hverju fagi. Þá er nemendum yfirleitt skipt í minni hópa. Oft er heilum árgangi skipt í hópa þvert á bekkina.
21Í unglingadeild eru kjarnagreinar sem eru íslenska, stærðfræði, enska, danska, samfélagsfræði og náttúrufræði. Síðan koma íþróttir og sund 3-4 tíma á viku. Þetta eru um 30 tímar á viku.
25Nemendur geta síðan valið sér námsgreinar 7-8 tíma á viku. Valgreinar eru mismunandi eftir skólum en oft er boðið upp á spænsku, þýsku, matreiðslu, smíði, textíl, kvikmyndagerð, tónlist, fótbolta, handbolta og margt fleira.
27Allir grunnskólar eru með mötuneyti og bjóða upp á heitan mat í hádeginu. Foreldrar borga hluta af kostnaði.
29Foto/ Myndir/ Asseq/ Valokuva/ Guvvieh:
S1+6+8+20: Svanhvít Hreinsdóttir
S4+10+12+14+16+18+22+24+26+28: Emelía Sara Ásgreirsdóttir og Sóley Eggertsdóttir