Forseti Íslands- Guðni Th. Jóhannesson
2
Forseti Íslands- Guðni Th. Jóhannesson

Helga Dögg Sverrisdóttir

3
4

Ísland hefur haft sex forseta frá stofnun lýðveldisins, 17. júní 1944. Þar af eina konu. Forsetaembættið hefur sinn eigin fána með skjaldarmerki landsins.

5
6

Forseti er þjóðkjörinn og situr í fjögur ár. Sitjandi forseti er Guðni Th. Jóhannesson hann var kosinn 2016. Guðni gefur kost á sér til endurkjörs í júní 2020.

7
8

Frambjóðandi til embættisins skal hafa lágmark 1500-3000 meðmælendur, hafa kjörgengi og vera 35 ára eða eldri. Lögin eru frá 1945 en þá bjuggu um 126.000 manns á landinu. Á Íslandi búa um 360.000 manns.

9
10

Flest störf forsetans eru táknræn en oft er sagt að embættið sé sameiningartákn þjóðarinnar. Forsetinn býr á Bessastöðum með fjölskyldu sína.

11
12

Guðni Th. Jóhannesson er fæddur 26. júní 1968. Hann er sagnfræðingur að mennt. Hann er giftur Elizu Rein og eiga þau fjögur börn. Guðni á dóttur frá fyrra hjónabandi.

13
14

Eliza Rein er frá Kanada. Hún er fædd 5. maí 1976. Þau kynntust í námi í Oxford háskólanum á Englandi. Þau hafa búið á Íslandi frá 2003.

15
16

Börn þeirra eru Duncan Tindur (f. 2007), Donald Gunnar (f. 2009), Sæþór Peter (f. 2011) og Edda Margrét (f. 2013) og dóttir Guðna heitir Rut (f.1994).

17
18

Fyrir hönd Íslands mætir Guðni víða, bæði innan- og utanlands. Hann þykir alþýðlegur maður og góður gestgjafi.

19
20

Forsetinn tekur oft á móti mörgum hópum á heimili sitt og félagasamtökum. Hann bauð fólki með Alzheimer sjúkdóminn til Bessastaða og ræddi við þau.

21
22

Guðni og Eliza taka þátt í plokkdeginum sem er í lok apríl. Þau láta sitt ekki eftir liggja að hreinsa rusl af jörðinni. Hér eru þau fyrir utan Borgarspítalann á Kórónutímum, 2020, til að hreinsa rusl til heiðurs heilbrigðisstarfsfólki.

23
24

Forseta Íslands finnst mikilvægt að tala við og til ungu kynslóðarinnar og notar hvert tækifæri til þess.

25
26

Guðni var sæmdur riddaratign af öðrum Norðurlandsþjóðum. Hann var sæmdur riddaratign fílareglunnar í Danmörku. Hann fékk stórriddarakross í Noregi og riddaratign sænsku Kungl. Maj:ts Orden.

27
28

Þekkir þú aðra forseta?

29
Forseti Íslands- Guðni Th. Jóhannesson

Foto/ Myndir/ Asseq/ Valokuva/ Govvá/ Guvvieh/ Nuotraukos/ Fotod/ Photo:
S1+6+12+14+16+18+20+26: ⓒForseti.is 
S4: Kjallakr - commons.wikimedia.org
S8+14: ⓒGudnith.is
S10: Klaus Nahr - flickr.com
S16:ⓒ @gudnith2020 - facebook.com
S22+24+28: ⓒ@embaettiforseta - facebook.com
Forrige side Næste side
X