Helga Dögg Sverrisdóttir
Þorramatur er íslenskur matur sem borðaður er á Þorranum. Maturinn er aðallega búinn til úr kjöt- og fiskafurðum.
5Þorri er mánuður og hefst í 13. viku vetrar og er fjórði mánuður í gamla norræna tímatalinu. Hann hefst upp úr miðjum janúar fram yfir miðjan febrúar.
7Þorrablót eru haldin um allt land. Fólk kemur með trog fullt af þorramat, borðar saman og skemmtir sér.
9Kæstur hákarl er verkaður hákarl. Fyrst er hann kæstur og síðan látinn hanga í nokkra mánuði. Lyktin kemur fram við kæsinguna.
13Magáll er búinn til úr slögum og kviðvöðvum kindarinnar og er ýmist reyktur eða súrsaður.
15Súrsaðir hrútspungar er búnir til úr eistum hrúta, þeir eru pressaðir, soðnir og lagðir í mysu.
17Sviðakjammi er helmingur af haus kindarinnar. Ullin er sviðin og skafin af. Í dag eru oft nýlegri aðferðir notaðar. Kjamminn er borðaður heitur eða kaldur.
19Sviðasulta er búin til úr soðnum kindahausum. Eyrun, augun og tungan er líka notað. Sultan er pressað í form og skorið í sneiðar.
21Svínasulta er búin til úr soðnum svínaskönkum og ýmsu kryddi sem bætt er út í. Hún er pressuð í form og skorin í sneiðar.
23Rengi er spiklag undir húð sjávarspendýra sem er á milli húðarinnar og vöðva. Hvalrengi getur orðið 30 cm þykkt á stórum hvölum.
25Lundabaggi er súr rúllupylsa þar sem ristill kindarinnar er notaður ásamt öðru kjöti af kindinni.
27Á þorranum er líka borðaður blóðmör, lifrapylsa, harðfiskur, flatkökur, rúgbrauð, laufabrauð, sviðalappir, rófustappa og margt annað.
29Foto/ Myndir/ Asseq/ Valokuva/ Guvvieh/ Nuotraukos/ Photo:
S1: The blanz - commons.wikimedia.org
S4+10+26: Pollý Rósa Brynjólfsdóttir
S6: ©Guðrún Tryggvadóttir - natturan.is
S8+12+14+16+20+22+24: Kristín Haraldsdóttir
S18+30: Navero - commons.wikimedia.org
S28: Bergur Einarsson