Play audiofileis
Íslenska landsliðið í knattspyrnu
2
Íslenska landsliðið í knattspyrnu

Svanhvít Hreinsdóttir

3
4

Fyrsti landsleikur Íslands fór fram 17. júlí 1946 við Danmörk en Ísland varð sjálfstætt ríki 1944. Leikurinn fór fram á Melavelli sem var malarvöllur í Reykjavík. Átta þúsund manns mættu á völlinn en 132.750 íbúar voru þá á Íslandi. Ísland tapaði 0-3.

Play audiofile 5
6

Knattspyrnusamband Íslands eða KSÍ er félagasamband íþróttafélaga sem keppa í knattspyrnu. KSÍ var stofnað 26. mars 1947. Heimabúningur landsliðsins er blár en einnig er leikið í rauðum eða hvítum búningum.

Play audiofile 7
8

Laugardalsvöllur, þjóðarleikvangur Íslands var vígður 8. júlí 1957 með landsleik gegn Noregi. Ísland tapaði 0-3. Það var ekki fyrr en í sjöunda leik á nýja vellinum sem Íslendingar unnu. Það var 7. júlí 1959 líka gegn Noregi. Leiknum lauk 1-0.

Play audiofile 9
10

Undankeppnin fyrir EM 2012 gékk hörmulega og Ísland var komið í 108. sæti á styrkleikalista FIFA og hafði aldrei verið neðar. Á sama tíma var U-21 landsliðið að gera góða hluti undir stjórn Eyjólfs Sverrissonar og hafði náð langt á EM móti í Danmörku.

Play audiofile 11
12

Eiður Smári Guðjohnssen (f.1978) var aðeins 17 ára þegar hann gerðist atvinnumaður í Hollandi. Hann lék síðar með Chelsea og Barcelona. Hann var í landsliðinu í 20 ár, lék 88 landsleiki og hefur skorað flest mörk í landsleikjum eða 26 mörk. Hans síðasti landsleikur var á EM 2016 á móti Frakklandi.

Play audiofile 13
14

Árið 2011 réð KSÍ sænska þjálfarann Lars Lagerbäck sem þjálfara. Undankeppnin fyrir HM 2014 í Brasilíu var framundan og Ísland var riðli með Sviss, Slóveníu, Noregi, Albaníu og Kýpur. Ísland lenti í öðru sæti í riðlinum og tryggði sér umspil við Króatíu sem Ísland tapaði.

Play audiofile 15
16

Í undankeppninni fyrir EM 2016 dróst Ísland í erfiðan riðil með Tyrklandi, Tékklandi, Hollandi, Kasakhstan og Lettlandi. Liðinu tókst að vinna Hollendinga bæði heima og heiman og vinna Tékkland og Tyrkland á heimavelli. Ísland endaði í öðru sæti og þessi litla þjóð var komin á EM í fyrsta sinn.

Play audiofile 17
18

Fyrsti leikur á EM 2016 í Frakklandi var á móti Portúgal, leikurinn fór 1-1 og og skoraði Birkir Bjarnason fyrir Ísland. Næsti leikur var á móti Ungverjalandi og aftur var jafntefli 1-1 og nú skoraði Gylfi Sigurðsson. Síðasti leikurinn var á móti Austurríki. Íslendingar náðu sigri 2-1 á síðustu mínútu og voru komnir áfram í 16 liða úrslitin.

Play audiofile 19
20

Bumm…...HUH, Bumm...HUH, Tólfan stuðningssveit íslenska landsliðins var áberandi ásamt öðrum stuðningsmönnum í Frakklandi. Tólfan stýrði söng, gleði og miklum stuðningi við landsliðið. Tólfan þýðir tólfti maður á vellinum.

Play audiofile 21
22

Í 16. liða úrslitum mætti Ísland Englandi og vann 2-1, Ragnar Sigurðsson og Kolbeinn Sigþórsson skorðu mörkin og Wayne Rooney fyrir England. Í 8 liða úrslitum var það Frakkland sem sendi Íslendinga heim en Ísland tapaði 2-5. Íslendingar fóru glaðir heim eftir sitt fyrsta stórmót.

Play audiofile 23
24

Eftir EM hætti Lars Lagerbäck sem þjálfari og tók aðstoðarmaður hans Heimir Hallgrímsson við sem aðalþjálfari. HM 2018 í Rússlandi var næsta verkefni en Ísland dróst í riðil með Króatíu, Úkraníu, Tyrklandi, Finnlandi og Kósóvó. Ísland vann 7 leiki, gerði eitt jafntefli og tapaði tveim leikjum. Liðið endaði efst í riðlinum og var komið á HM í fyrsta skipti.

Play audiofile 25
26

Á HM 2018 er Ísland í riðli með Argentínu, Króatíu og Nígeríu. Ísland er fámennasta land sem nokkurn tíma hefur farið á HM í fótbolta.

Play audiofile 27
28

Aron Einar Gunnarsson (f.1989) hefur verið í landsliðinu frá 2008, leikið 62 landsleiki og verið fyrirliði frá 2012. Hann leikur með Cardiff city. Bróðir hans Arnór Þór er í íslenska handboltalandsliðinu.

Play audiofile 29
30

Gylfi Sigurðsson (f.1989) hefur leikið 52 landsleiki og skorað 17 mörk, en hann kom inn í landsliðið 2010. Hann lék með Swansea í fjögur ár en er í dag hjá Everton.

Play audiofile 31
32

Hannes Þór Halldórsson (f.1984) er markmaður í landsliðinu og leikur með Randers FC í Danmörku. Hann lék alla leikina á EM 2016. Hann er menntaður kvikmyndaleikstjóri og vann við það áður en hann gerðist atvinnumaður í fótbolta.

Play audiofile 33
34

Ragnar Sigurðsson (f.1986) hóf feril sinn hjá Fylki í Reykjavík en leikur núna með F.C. Rostov i Rússlandi. Ragnar lék áður m.a. með Fulham og F.C. Kaupmannahöfn.

Play audiofile 35
36

Birkir Bjarnason (f.1988) er fæddur á Akureyri en flutti ungur til Noregs þar sem hann lék með Figgjo og Viking. Hann var valinn í íslenska landsliðið fyrir EM 2016. Í dag leikur hann með Aston Villa.

Play audiofile 37
38

Þekkir þú fleiri íslenska knattspyrnumenn?

Play audiofile 39
Íslenska landsliðið í knattspyrnu

Foto/ Myndir/ Asseq/ Valokuva/ Guvvieh/ Nuotraukos/ Photo:
S1+4+8+10+14+22+24: ksi.is
S6+12+18+20: Stuðningssveitin Tólfan - facebook.com
S26: Maxpixel.com
S28+32+34+36: Tobias Klenze - commons.wikimedia.org
S30: Forlagid.is
S38: Stamps.postur.is

ksi.is
Forrige side Næste side
X