Helga Dögg Sverrisdóttir
Handbolti á sér langa sögu á íslandi, allt frá 1921. Valdimar Sveinbjörnsson íþróttakennari kom með íþróttina heim en hann lærði í Danmörku.
5Heimabúningar liðsins eru rauðir með hvítum lit eða bláir og hvítir og vísa litirnir í fána landsins. Markvörður spilar í annars konar fötum.
7Íslendingar eru oftar en ekki með á stórmótum. Íslenski fáninn sómir sér vel á Evrópumótinu í Króatíu 2018.
9Besti árangur liðsins á stórmótum er: 5. sæti á HM árið 1997, 3. sæti EM 2010 og 2. sætið á ÓL 2008.
11Mesti sigur liðsins er silfurverðlaun á Ólympíuleikunum 2008 í Peking en liðið spilaði um gullið við Frakka. Við spiluðu um brons á móti Frökkum á ÓL 1992 og lentum í 4. sæti.
13Íslendingar eru duglegir að mæta á leiki, bæði heima og í útlöndum. Margir undrast velgengni þjóðarinnar þar sem Íslendingar er fámenn þjóð, um 340 þúsund.
15Ríkissjónvarpið sýnir alla leiki liðsins og margir fylgjast með bæði heima og í útlöndum. Sungið er með þegar þjóðsöngurinn er spilaður.
17Landsliðið er alltaf kallað ,,Strákarnir okkar” og hér hyllir þjóðin þá eftir ÓL 2008. Guðmundur Guðmundsson þjálfaði liðið.
19Leikjahæsti leikmaður landsliðsins er Guðmundur Hrafnkelsson markvörður, hann lék 407 leiki. Á eftir honum kemur Guðjón Valur Sigurðsson.
21Guðjón Valur er markahæsti handboltamaður sögunnar en hann náði því takmarki á Evrópumótinu 2018. Hann hefur skorað nærri 1800 mörk í 343 leikjum.
23Margir af okkar bestu handboltamönnum spila í útlöndum m.a. í Danmörku, Noregi, Spáni og Þýskalandi.
25Ísland á marga góða handboltamenn, hér sjást þrír af þeim, Aron Atlason, Sverre Jakobsson og Alexander Patterson.
27Laugardalshöll er aðalleikvangur landsliðsins og hefur verið í áratugi. Íslendingar þekkja hana undir nafninu ,,Höllin.”
29Foto/ Myndir/ Asseq/ Valokuva/ Guvvieh/ Nuotraukos/ Photo:
S1+6+8+14: Handknattleiksamband Íslands - HSI.is
S4: Eeinkaskjol.is
S10+26+30: Steindy - commons.wikimedia.org
S12: Sutibu - flickr.com
S16: Ester Ösp Sigurðardóttir
S18: Bjarki S - commons.wikimedia.org
S20: Fimmeinn.is
S22: Doha Stadium Plus Qatar - flickr.com
S24: Scontent-ams3-1.xx.fbcdn.net
S28: Helgi Halldórsson - commons.wikimedia.org
hsi.is