
Aftur í leit
Margrét Embla Reynisdóttir
Ísland er eitt af virkustu eldstöðvum í heimi. Það starfar af því að Ísland er á flekamótum Evrasíuflekans og Ameríkuflekans sem fara frá hvor öðrum.
Hekla er þekktasta eldfjall Íslands. Hekla er ung og mjög eldvirk. Hún hefur gosið yfir 20 sinnum á 2000 árum. Á miðöldum trúði fólk að Hekla væri inngangurinn inn í helvíti.
Katla er litla systir Helku. Katla er eldstöð undir Mýrdalsjökli. Hún getur verði hættuleg útaf sprengigosum.
Eyjafjallajökull er 1667 metrar á hæð og er hulinn jökli. Eldstöðin hefur ekki gosið oft enn gaus árið 2010. Það gos stöðvaði alla flugumferð í Evrópu og 100.000 áætluarflugum var aflýst.
Eldfell er eldfjall sem er á Vestmannaeyjum. Það gaus 23. janúar árið 1973. Eldgosið var óvænt og allir íbúar Vestmannaeyja þurftu að flýja.
Surtsey myndaðist í eldgosi sem varð á yfirborði sjávar 14. nóvember 1963. Surtsey er ein af úteyjum Vestmannaeyja. Eldvirkni í Surtsey stóð yfir í tæp fjögur ár.
Bárðarbunga í Vatnajökli er stór og öflug eldsstöð. Hún er nálægt 200 km löng og 25 km breið. Bárðabunga gýs á 250-600 ára fresti, síðast 2014-15.
Öræfajökull er í sunnan verðum Vatnajökli. Öræfajökull er hæsta fjall Íslands og er 2119 metrar á hæð. Í Öræfajökli eru oftast mjög öflug og hættuleg gos.