
Tilbage til søgning
Helga Dögg Sverrisdóttir
Snorri Sturluson var sagnaritari, skáld og stjórnmálamaður. Hann var uppi á tímabilinu 1179-1241.
Hann skrifaði þekktustu bækur landsins meðal annars Snorra- Eddu sem segir frá norrænni goðafræði og Heimskringlu sem er konungssaga.
Hann bjó lengst af í Reykholti í Borgarfirði, átti tvo albræður, þá Þórð og Sighvat, og tvær alsystur auk fjölda hálfsystkina.
Snorri ólst upp á fræðasetrinu í Odda en Jón Loftsson tók hann í fóstur þegar hann var þriggja ára, en Jón var talin vitrasti maður landsins. Hann fékk menntun sína þar.
Snorri tók þátt í ættardeilum og þegar hann komst yfir Reykholt varð hann ríkur. Hann gerðist mikill höfðingi eftir að hann eignast goðorð í Borgarfirði.
Snorri fór til Noregs 1218 og varð hirðmaður konungs. Honum var gefið skip þegar hann sigldi heim 1220. Hann átti að koma Íslandi undir Noregskonung.
Snorri gerði ekkert til að koma landinu undir Noregskonung. Sturlungaöldin hefst þegar Snorri kemur heim sem er eitt blóðugasta tímibil sögunnar.
Bróðursonur hans, Sturla, hrakti Snorra frá Reykholti 1236 og ári síðar sigldi hann til Noregs.
Örlygsstaðabardagi stóð yfir og Snorri vildi heim frá Noregi en konungur bannaði honum að fara. Þá mun Snorri hafa sagt þessi orð ,,Út vil eg“ og fór til Íslands.
Noregskonungur taldi Snorra landráðsmann og sendi menn til að drepa hann. Snorri var drepinn 23. september 1241 í Reykholti.
Snorralaug er í Reykholti og er friðlýstar fornminjar. Til forna voru 13 nothæfar laugar. Í dag er laugin ein af fjórum sem er nothæf. Frá lauginni liggja göng í hús Snorra.
Reykholt er skóla- og prestsetur, kirkjustaður og gamalt höfuðból. Í dag er rekið hótel á staðnum sem er heimavist á veturna. Snorrastofa er miðstöð rannsókna í miðaldarfræðum.
Norski myndhöggvarinn Gustav Vigeland gerði styttu af Snorra sem var reist við Reykholtsskóla 1947. Hann er þekktur fyrir höggmyndir sínar í Frognegarðinum í Osló.