Helga Dögg Sverrisdóttir
Jónas Hallgrímsson er íslenskt skáld og náttúrurannsakandi. Hann er þekktur fyrir að auðga íslenska tungu.
5Jónas Hallgrímsson fæddist að Hrauni í Öxnadal þann 16. nóvember 1807. Hann átti þrjú systkin.
7Pabbi Jónasar drukknaði í Hraunsvatni þegar Jónas var 9 ára gamall og þá var hann sendur til frænku sinnar sem bjó í Eyjarfirði.
9Hraundrangi er sérkenni bæjarnafnsins Hraun og þykir tignarlegur. Hægt er að labba upp að Hraunsvatni og dranganum.
11Jónas fór í nám til Danmerkur árið 1832. Náttúrufræði var hans aðalgrein. Síðar fékk hann styrk frá Íslandi til að rannsaka náttúrufar Íslands.
13Hann ásamt fleirum gáfu út blað sem hét Fjölnir. Þar birti hann mikið af kvæðum sínum og ritgerðum.
15Jónas var góður þýðandi og bjó til nýyrði á íslensku og sérstaklega orð sem tengdust náttúrufræði sem var hans áhugasvið.
17Við notum enn orð sem Jónas bjó til. Eitt orða hans var valið fallegasta orðið ,,himingeimur.” Jónas er á 10.000 króna seðlinum.
19Jónas hafði næmi fyrir íslenskri tungu. Íslendingar halda upp á afmæli hans, 16. nóvember, á hverju ári með ,,Dagur íslenskrar tungu” og skólabörn minnast dagsins á ólíkan hátt, t.d með upplestri og leikþáttum.
21Stóra upplestrarkeppnin er haldinn á hverju ári í 7. bekk um allt land. Nemendur keppa um hver les best. Keppnin er til heiðurs Jónasi Hallgrímssyni og byrjar á afmælisdegi hans.
23Jónas Hallgrímsson dó í Kaupmannahöfn árið 1945 eftir blóðeitrun sem hann fékk eftir að hann fótbrotnaði. Settur var minnisvarði á húsið þar sem hann bjó síðast í Kaupmannahöfn í Skt. Peders Stræde 22.
25Hann var grafinn í Kaupmannahöfn en síðar komu bein hans til Reykjavíkur. Það átti að jarðasetja þau í Öxnadal en því neituðu prestar.
27Beinin voru flutt aftur til Reykjavíkur og þar var hann grafinn 16. nóvember 1946. Minnisvarði af Jónasi Hallgrímssyni var reistur í Reykjavík.
29Foto/ Myndir/ Asseq/ Valokuva/ Guvvieh/ Nuotraukos/ Photo:
S1: Stamps.postur.is + Déssington - 1845
S4: Stamps.postur.is
S6: Ron Kroetz - flickr.com
S8: Helga Dögg Sverrisdóttir
S10: Debivort - commons.wikimedia.org
S12: Regensen - ca. 1840 - commons.wikimedia.org
S14: Konráð Gíslason, Jónas Hallgrímsson, Tómas Sæmundsson, Brynjólfur Pétursson - 1835
S16: Yylhyramalid.is
S18: Worldbanknotescoins.com
S20+22: Síðuskóli, Akureyri
S24: Bibliotek.kk.dk
S26: Helgi Halldórsson - flickr.com
S28: Stefán Birgir Stefáns - flickr.com
S30: Akureyrarstofa