IS
Play audiofileis
Vestmannaeyjar- syðstu eyjar Íslands
IS
2
Vestmannaeyjar- syðstu eyjar Íslands

Helga Dögg Sverrisdóttir

3
4

Vestmannaeyjar eru 17 km² að stærð og þar búa um 4200 manns. Eyjarnar eru sjálfstæður eyjaklasi suður af Íslandi.

Play audiofile 5
6

Eyjurnar eru 15 og sker og drangar eru 30. Syðsta eyjan heitir Surtsey sem sést á myndinni en sú nyrðsta Elliðey.

Play audiofile 7
8

Heimaey er stærst eyjanna og þar er byggðin. Sjávarútvegur er helsta atvinnugreinin.

Play audiofile 9
10

Á hverju ári, fyrstu helgina í ágúst, er haldin útihátíð í Herjólfsdalnum sem kallast ,,Þjóðhátíð.” Þá mæta þúsundir manna og skemmta sér í nokkra daga.

Play audiofile 11
12

Eldgos varð á Heimaey 1973 og um 60% af byggðinni ýmist skemmdist eða fór undir hraun. Allir íbúar voru fluttir til Reykjavíkur.

Play audiofile 13
14

Þegar gosið varð bjuggu um 5300 manns og langflestir snéru aftur eftir gosið.

Play audiofile 15
16

Algengt er að heimamenn veiði lunda og sæki egg í klettana. Stærsta lundabyggð heimsins er í eyjunum en um 10 milljónir fugla eru í eyjunni.

Play audiofile 17
18

Landakrirkja var byggð 1774 en þá ákváðu menn að byggja kirkju úr steini til að hún stæði um aldur og ævi.

Play audiofile 19
20

Til að komast til Vestmannaeyja þarf að fljúga með flugvél eða sigla. Hægt er að taka bílinn sinn með í ferjuna Herjólf.

Play audiofile 21
22

Eyjan hefur eigið íþróttafélag sem heiti ,,Íþróttabandalag Vestmanneyja” og hægt er að æfa handbolta, fótbola, körfubolta, sund og fleiri íþróttir undir þeirra merki.

Play audiofile 23
24

Hefur þú heimsótt Vestmannaeyjar?

Play audiofile 25
Vestmannaeyjar- syðstu eyjar Íslands

Foto/ Myndir/ Asseq/ Valokuva/ Guvvieh/ Nuotraukos/ Photo:
S1: Christopher Michel - flickr.com
S4: P.S. Burton after Pinpin - commons.wikimedia.org
S6: Ron Cogswell - flickr.com
S8: Andreas Blome - commons.wikimedia.org
S10+24: ©Gunnar Ingi Gíslason
S12: United States Geological Survey - commons.wikimedia.org
S14: Christian Bickel - commons.wikimedia.org
16: Örn Hilmisson - commons.wikimedia.org
S18: TommyBee - commons.wikimedia.org
S20: Smári P. McCarthy - commons.wikimedia.org
S22: IBV.is
Forrige side Næste side
X