![](https://atlantbib.org/sites/default/files/logo_0.png)
Tilbage til søgning
Helga Dögg Sverrisdóttir
Reykjavík er höfuðborg Íslands. Það búa um 123.300 manns. Talið var að Ingólfur Arnarson, fyrsti landnámsmaðurinn, settist þar að 890 og nefndi staðinn Reykjavík. Áður, eða árið 871 komu norskir víkingar og Keltar til staðarins.
Sagan segir að Ingólfur hafi gefið borginni nafnið Reykjavík vegna reykjastróka sem hann sá úr nálægum hverum. Á Arnarhóli er stytta af honum.
Reykjavík er heimsins norðlægsta höfuðborg og hefur verið frá 1904. Í dag búa um 200 þúsund manns í Reykjavík en á landinu öllu um 340 000.
Tjörnin er eitt einkenni bæjarins og fuglalífið fjölskrúðugt og m.a. getur þú séð svani, gæsir og endur. Hingað koma margir með börn sín til að gefa fuglunum brauð.
Ráðhús Reykjavíkur stendur við Tjörnina í miðbænum. Borgarstjórn hefur aðsetur í húsinu en það var tekið í notkun 1994.
Alþingi Íslendinga stendur við Austurvöll. Húsið teiknaði Ferdinand Meldahl húsameistari og það reist 1880-1881. Byggðar hafa verið tvær byggingar við húsið.
Árið 1795 gaf Danakonungur út skipun að byggja þyrfti tugthús á Íslandi. Húsið var notað sem fangelsi til ársins 1816 og kallað ,,Múrinn.” Síðar varð húsið Stjórnarráð Íslands. Í dag er forsætisráðuneytið í húsinu. Íslenski fáninn var fyrst dreginn að húni fyrir framan húsið.
Hallgrímskirkja er þekkt kennileiti og er 74,5 m há. Árlega koma þúsundir ferðamanna í kirkjuna og fara upp í turninn. Kirkjan var byggð 1945-1986 og teiknuð af Guðjóni Samúelssyni.
Sólfarið er þekktur skúlptúr í Reykjavík sem Jón Gunnar Árnason bjó til 1986. Það stendur við Sæbraut í miðborg Reykjavíkur.
Grjótaþorpið heitir húsaþyrping í gamla bænum. Eigendur húsanna hafa haldið þeim vel við og minna þau á gamla tímann.
Harpa er menningarhús við höfnina og var tekið var í notkun 2011. Margs konar viðburðir fara fram í húsinu, tónleikar, sýningar, ópera, fundir, ráðstefnur og fleira.
Í Reykjavík eru nokkrar sundlaugar Margar sundlaugar hafa rennibrautir og heita potta með jarðvarmavatni.
Reykvíkingar mála hús sin og þök í mörgum litum. Þegar flogið er yfir Reykjavík sést litadýrðin.