IS
Play audiofileis
Drangey- eyja í Skagafirði
IS
2
Drangey- eyja í Skagafirði

Helga Dögg Sverrisdóttir

3
4

Drangey er um 700.000 ára gamall móbergsklettur í Skagafirði.

Play audiofile 5
6

Eyjan er um 180 m. á hæð og er þverhnýpt. Maður kemst bara upp á einum stað.

Play audiofile 7
8

Áður fyrr sóttu íbúar Skagafjarðar fæðu í eyjuna, fugl og egg. Talið er að um 200 þúsund fuglar hafi veiðst.

Play audiofile 9
10

Enn er veiddur fugl í eyjunni og sigið eftir eggjum. Þegar siglt er kringum Drangey sér maður seli.

Play audiofile 11
12

Eyjan þótti grösug og hér áður fyrr var kindum beitt á hana, en féð var flutt með bátum.

Play audiofile 13
14

Sagan segir að karl og kerling hafi leitað að kvígu handa nauti í kringum eyjuna en orðið að steinum.

Play audiofile 15
16

Kerlingin stendur enn sunnan við Drangey en karlinn, sem stóð norðan megin, er horfinn í sjóinn. Á myndinni sérðu kerlinguna.

Play audiofile 17
18

Fyrsta skiptið sem minnst er á Drangey er í Grettissögu. Þar segir frá búsetu og dauða bræðranna Grettis sterka Ásmundssonar og Illuga í Drangey um 1030.

Play audiofile 19
20

Grettir var útlagi og átti hvergi heima. Hann bjó í Drangey ásamt bróður sínum Illuga og þrælnum Glaumi síðustu árin sem hann lifði. Hann var drepinn í eyjunni.

Play audiofile 21
22

Mörg slys urðu við og í eyjunni og því var Guðmundur góði biskup fenginn til að víga hana um 1203.

Play audiofile 23
24

Drangey er vinsæll ferðamannastaður og það er ógleymanlegt að fara út í eyjuna. Héðan byrjar ferðina.

Play audiofile 25
26

Er lítil sögueyja í þínu landi?

Play audiofile 27
Drangey- eyja í Skagafirði

Foto/ Myndir/ Asseq/ Valokuva/ Guvvieh: S1+6+8+12+14+16+18+22+24: Helga Dögg Sverrisdóttir S4: Palthrow - commons.wikimedia.org S10 Andrew Jenner - pixabay.com S20: Grettir - commons.wikimedia.org S26: O. Schulz - 1889 - commons.wikimedia.org
Forrige side Næste side
X