7. bekkur Síðuskóla á Akureyri
Jólin eru haldin frá 24. desember til 6. janúar. 24. desember er aðfangadagur og þá opnum við pakkana. 25. desember er jóladagur og þá er haldið upp á fæðingu Jesú. Annar í jólum er 26.
5Við höldum jól til að fagna fæðingu Jesú. Á 4. og 5. öld komst sú venja víðast á að minnast fæðingarinnar 25. desember.
7Þann 12. desember setja börnin skóinn út í glugga. Fyrsti jólasveinninn kemur nóttina 12. desember og síðasti kemur nóttina fyrir aðfangadag. Það kemur alltaf nýr jólasveinn hverja nótt.
9Flestir Íslendingar skreyta fyrir jólin. Margir láta ljós í glugga og nánast allir kúlur og seríu á jólatréð. Margir eru líka með útiljós.
11Allra fyrstu jólatré munu hafa sést á Íslandi í kringum 1850. Íslendingar skreyta jólatréð og setja pakka undir tréið. Pakkarnir eru svo opnir á aðfangadagskvöld 24. desember.
13Það hefur færst í vöxt að Íslendingar borði rjúpu á aðfangadagskvöld. Fólk fer sjálft á veiðar upp til fjalla til að veiða rjúpu.
17það er siður hjá mörgum að borða hamborgarahrygg á aðfangadag sem er steiktur með púðursykri og ananas. Sykurhúðaðar kartöflur eru m.a. borðaðar með.
19Laufabrauð er næfurþunn og stökk hveitikaka og er mikilvægur hluti íslenskra jóla. Í upphafi aðventu safnast fjölskyldur saman til að skera út og steikja kökurnar. Laufabrauð er borðað með hangikjöti á jóladag.
21Fyrir jólin baka margir smákökur. Bakaðar eru alls konar sortir, marengstoppar, gyðingarkökur, kókoskökur og vanilluhringir.
23Í skólum er tekinn einn dagur í desember í jólaföndur. Þar er föndrað alls kyns jólalegt föndur úr t.d klósettrúllum,dagblöðum, gömlum bókum og krukkum.
25Í íslenskum skólum er hefð fyrir að nemendur leiki jólasveinavísur eftir Jóhannes úr Kötlum á litlu jólunum.
27Á Íslandi höfum við rauð eða hvít jól. Munurinn á hvítum og rauðum jólum er að hvít jól er þegar snjór er úti en rauð jól þegar enginn snjór er.
29Þann 23. desember er Þorláksmessa og þá borða mjög margir Íslendingar kæsta skötu í hádeginu eða í kvöldmat.
31Foto/ Myndir/ Asseq/ Valokuva/ Guvvieh/ Nuotraukos/ Photo:
S1+28: Sigurður Arnarson
S4+10+12+14+16+18: Helga Dögg Sverrisdóttir
S6: Flickr.com
S8+24+26: Síðuskóli Akureyri
S20: Kristín Svava Stefánsdóttir
S22: Sivva Eysteins - flickr.com
S30: Jóhann Rafnsson
S32 Frida Eyjolfs - flickr.com