Play audiofileis
Fossar á Íslandi
Fossar á Íslandi

Svanhvít Hreinsdóttir

3
4

Á Íslandi er mikið vatn. Það er mikið grunnvatn og það snjóar og rignir. Einnig kemur vatn þegar jöklarnir bráða, mest á sumrin. Á Íslandi eru fjöll og hæðir og því margir fossar.

Play audiofile 5
6

Sumar ánna eru bergvatnsár og þær eru tærar og hreinar. Jökulár koma úr jöklunum og þær bera með sér mikið af leir og sandi. Oft renna þessar ár saman og það áhugavert að sjá þær blandast saman.

Play audiofile 7
8

Dettifoss er aflmesti foss Íslands og hann er 100 metra breiður og 45 metra hár. Áin sem hann er í heitir Jökulsá á Fjöllum. Nálægt Dettifossi eru tveir minni fossar Hafragilsfoss og Selfoss.

Play audiofile 9
10

Gullfoss er frægasti og mest heimsótti foss á Íslandi. Gullfoss er í ánni Hvítá sem kemur úr Langjökli.Fossinn er í allt 32 metrar en skiptist í tvo fossa.

Play audiofile 11
12

Fyrir neðan Eyjafjallajökul er Seljalandsfoss, hann er 62 metra hár og vinsæll hjá ferðamönnum. Hægt er að ganga á bak við fossinn sem mörgum þykir mjög sérstakt.

Play audiofile 13
14

Skógafoss er 60 metra hár og 25 metra breiður foss í Skógá. Hann er síðastur í röð margra fossa í Skógá og fallegastur. Sögusagnir segja að í helli bakvið fossinn sé gullkista.

Play audiofile 15
16

Dynjandi er á Vestfjörðum og efst er fossinn 30 metrar á breidd en 60 metrar neðst. Hann er 100 metra hár og það eru fleiri fossar fyrir neðan hann.

Play audiofile 17
18

Í þjóðgarðinum í Skaftafelli er Svartifoss. Fallegt stuðlaberg er umhverfis fossinn.

Play audiofile 19
20

Hraunfossar eru ekki í neinni á, heldur kemur vatnið beint undan hrauninu í mörgum litlum fossum sem falla í Hvítá í Borgarfirði.

Play audiofile 21
22

Goðafoss er í Skjálfandafljóti og er 12 metra hár. Sagt er að Þorgeir Ljósvetningagoði hafi kastað goðalíkneskjum sínum í fossinn þegar Ísland varð kristið árið 1000 og því hafi fossinn fengið þetta nafn.

Play audiofile 23
24

Ekki eru allir fossar stórir en í Elliðaárdal í Reykjavík, höfuðborg Íslands er lítill foss sem krakkar elska að hoppa í þegar veðrið er gott.

Play audiofile 25
26

Eru einhverjir fossar í þínu heimalandi?

Play audiofile 27
Fossar á Íslandi

Foto/ Myndir/ Asseq/ Valokuva/ Govvá/ Guvvieh/ Nuotraukos/ Fotod/ Photo:
S1+16: Diego delso - commons.wikimedia.org
S4: Jacqueline Macou - pixabay.com
S6: Ferlir.is
S8: Txetxu - flickr.com
S10: Gamene - flickr.com
S12+20+22: 12019 - pixabay.com
S14: Jeremy Goldberg - commons.wikimedia.org
S18: Andrés Nieto Porras - flickr.com
S24: Svanhvít Hreinsdóttir
S26: Marshall Sisterson - pixabay.com
Forrige side Næste side
X