
Tilbage til søgning
Helga Dögg Sverrisdóttir
Slátur er haustmatur og er búinn til í sláturtíðinni. Fram yfir miðja 20. öld fór sláturgerð fram á hverju heimili á Íslandi.
Sláturgerð hefur minnkað í þéttbýli þó svo margir taki slátur. Algengt er að fjölskyldur taki slátur saman. Margir nemendur búa til slátur í skólanum.
Slátur er járn- og A vítamínríkur matur sem er nauðsynleg viðbót vegna mikillar neyslu á pasta og hvítu kjöti sem inniheldur ekkert járn.
Slátur er hollur, góður og ódýr matur. Slátur er það kallað sem búið er til úr blóði og innyflum lamba, blóðmör og lifrapylsa.
Slátrið er sett í keppi sem eru vambir lambsins. Á síðari árum setur fólk slátrið í þar til gerða plastpoka þegar vambir eru ekki til.
Fyrir sláturgerð þarf að nota: Góðan bala. Grófa nál og sláturgarn. Klemmur til að loka pokunum. Frystipoka.
Mörinn er brytjaður í smátt en kirtlarnir eru skornir frá og þeim hent. Lifrarnar skornar niður.
Blóðmörs- og lifrapylsuhræran er hrærð með höndunum. Stundum smakkar sá sem hrærir blönduna til að finna bragðið.
Þegar búið er að setja í keppina eru þeir saumaðir saman eða sett klemma og settir í frystinn.