Play audiofileis
Íslensku jólasveinarnir
Íslensku jólasveinarnir

Helga Dögg Sverrisdóttir

3
4

Íslensku jólasveinarnir eru sagðir af tröllakyni og eru 13. Hér áður fyrr hræddu þeir börn og rændu frá fólki. Í dag gefa þeir börnum í skóinn s.s. mandarínu, nammi og smávægilegt dót. Börnin setja skóinn út í glugga 13 dögum fyrir jól. Séu börn óþekk fá þau kartöflu í skóinn.

Play audiofile 5
6

Pabbi jólasveinanna heitir Leppalúði og mamma þeirra Grýla. Sagan segir að Grýla borði óþekk börn. Jólakötturinn, sem Leppalúði heldur á, tekur börn sem fá ekki ný föt fyrir jólin.

Play audiofile 7
8

Þann 12. desember byrja jólasveinarnir að koma til byggða. Sá fyrsti heitir Stekkjarstaur og hér áður fyrr reyndi hann oft að sjúga ærnar í fjárhúsum bænda.

Play audiofile 9
10

13. desember kemur Giljagaur. Áður en mjaltavélar komu til sögu var hann vanur að laumast inn í fjós og stela froðu ofan af mjólkurfötum.

Play audiofile 11
12

Jólasveinninn sem kemur 14. desember heitir Stúfur því hann er minnstur jólasveinanna. Hann stelur pönnum fólks og borðar afgangana.

Play audiofile 13
14

Þann 15. desember kemur Þvörusleikir ofan af fjöllum. Hann sleikir þvöruna, sem potturinn var skafinn með.

Play audiofile 15
16

16. desember mætir Pottasleikir í heimsókn. Hann reyndi að komast í potta, sem var ekki búið að þvo, til að sleikja innan úr þeim restina.

Play audiofile 17
18

Askasleikir kemur 17. desember. Hann faldi sig undir rúmi og ef einhver setti ask sinn á gólfið þá greip hann askinn og sleikti allt innan úr honum.

Play audiofile 19
20

Hurðaskellir kemur til húsa 18. desember. Hann gengur harkalega um og skellir hurðum svo fólk hefur ekki svefnfrið.

Play audiofile 21
22

Sá sem kemur 19. desember heitir Skyrgámur. Honum þótti skyr svo gott að hann stalst inn í búrið og hámaði í sig skyrið upp úr karinu.

Play audiofile 23
24

Bjúgnakrækir heimsækir okkur 20. desember. Honum þótti best að éta bjúgu og pylsur og stal þeim hvar sem hann komst í færi.

Play audiofile 25
26

21. desember kemur Gluggagæir í heimsókn. Hann var ekki eins matgráðugur og sumir bræður hans, en hann er forvitinn og gægist á glugga.

Play audiofile 27
28

Gáttaþefur kemur 22. desember. Hann er með stórt nef og finnst ilmurinn af laufabrauði og kökum góður þegar verið er að baka fyrir jólin.

Play audiofile 29
30

Á Þorláksmessu, 23. desember, kemur Ketkrókur, sem er sólginn í kjöt. Hann notar öll ráð til að ná sér í kjöt.

Play audiofile 31
32

Kertasníkir kemur á aðfangadag, 24. desember. Í gamla daga voru kertin sjaldgæf og dýrmæt og mesta gleði barnanna á jólunum var að fá sitt eigið kerti. Og Kertasníki vildi líka kerti.

Play audiofile 33
34

Hvernig er sagan um jólasveininn í þínu landi?

Play audiofile 35
Íslensku jólasveinarnir

Foto/ Myndir/ Asseq/ Valokuva/ Guvvieh/ Nuotraukos/ Photo:
S1+6-34: Þjóminjasafn Íslands
S4: i.ytimg.com

thjodminjasafn.is
Forrige side Næste side
X