Play audiofileis
Íslenski hesturinn
2
Íslenski hesturinn

Helga Dögg Sverrisdóttir

3
4

Íslenski hesturinn hefur ekki blandast öðru kyni og hefur þess vegna haldið hreinleika sínum. Talið er að landnámsmenn hafi tekið hestinn með sér þegar þeir settust að á Íslandi.

Play audiofile 5
6

Sagan segir að þeir hafi tekið bestu hestana með sér. Hesturinn er ekki stór og margir telja hann til smáhesta.

Play audiofile 7
8

Hestar sem fara úr landinu mega ekki koma til baka. Það er bannað að flytja inn hesta og það er gert til að halda hestakyninu hreinu.

Play audiofile 9
10

Vegna einangrunar hefur hann haldið mörgum sérkennum sínum á meðan önnur hestakyn hafa tapað þeim. Sem dæmi gangtegundir og fjölbreytni í litum.

Play audiofile 11
12

Það sem einkennir hestinn er gangtegundir hans. Hann hefur fimm gangtegundir, brokk, fet, stökk, skeið og tölt en það er séreinkenni hans.

Play audiofile 13
14

Eftir því sem við vitum best hefur engin önnur hestategund tölt. Íslenski hesturinn hefur ólík litabrigði sem er sérstakt.

Play audiofile 15
16

Rauði liturinn er fjölbreyttur, frá því að vera bleikur yfir í að vera sótrauður.

Play audiofile 17
18

Leirljóst er gullleitur litur. Sérkenni litsins er að fax og tagl er næstum hvítt.

Play audiofile 19
20

Brúnn litur er algengur. Liturinn getur verið ljósbrúnn yfir í tinnusvartan lit. Folöld fæðast oft grábrún en liturinn dökknar eftir því sem folöldin eldast.

Play audiofile 21
22

Mosótt er öskugrár litur eða eins og stál á litinn. Hófar, tagl og fax er yfirleitt dekkri en búkurinn.

Play audiofile 23
24

Bleikálóttur hestur er dökkbleikur á bol en með svartan lit í faxi og eftir hryggnum. Fætur og hófar eru oftast dekkri.

Play audiofile 25
26

Grár hestur fæðist sem folald með venjulega grunnliti en síðan koma hvít hár. Að lokum hverfur grunnliturinn og hesturinn verður hvítur. Íslenski hesturinn hefur fleiri litabrigði.

Play audiofile 27
28

Nöfn íslenskra hesta er oft rakið til litar hans, náttúru og veðurs. Á næstu síðu getur þú lesið nokkur nöfn. Gettu hvort nöfnin tilheyra litnum, náttúrunni eða veðrinu.

Play audiofile 29
30

Rauður, Stormur, Litli-Brúnn, Frosti, Jarpur, Skjóni, Stjarna, Blær, Þeyr, Brúnskjóni, Sól, Þoka, Lýsingur, Mjallhvít, Glófaxi, Gustur, Gola, Katla, Hekla, Alda/ Bylgja, Jökull og Brimar.

Play audiofile 31
32

Kannt þú fleiri nöfn?

Play audiofile 33
Íslenski hesturinn

Foto/ Myndir/ Asseq/ Valokuva/ Guvvieh/ Nuotraukos/ Photo:
S1+6+8+32: Jón Hjörtur Sigurðarson
S12+16+18+20+22+24: Úrvalshestar.is
S4+8+10+14+26: Skeiðvellir.is
S28: PixelAnarchy - pixlr.com
S30: Helga Dögg Sverrisdóttir
Forrige side Næste side
X