Helga Dögg Sverrisdóttir
Íslenski hundurinn kom með landsnámsmönnum. Hann er skyldur norska búhundinum. Íslenski hundurinn er þolgóður og var notaður til smölunar hér áður fyrr.
5Hundurinn er spendýr. Hann er rándýr og elsta húsdýr mannsins. Maðurinn tamdi hundinn fyrstan af öllum dýrum.
7Um miðja 20.öld var hundurinn næstum í útrýmingarhættu vegna sjúkdóms. Árið 1969 var Hundaræktunarfélag Íslands stofnað til að varðveita kynið. Hann er vinsæll fjölskylduhundur í dag.
9Litur hundanna er fjölbreytilegir en gulur er algengastur. Hundurinn er forvitinn og fjörugur. Hann hefur mikið vakteðli og geltir þegar ókunnugir koma.
11Mikill stærðarmunur er á karl og kvenkyninu. Karlhundurinn er 42-48 cm en tíkur 38-44 cm. Afkvæmi þeirra heitir hvolpur.
13Íslenski hundurinn er með breitt höfuð og nokkuð kúpt. Trýnið er stutt og frammjótt. Eyrun eru sperrt, breið neðst og enda í broddi. Rófan hringuð upp á við. Í munni hundsins eru tvær vígtennur. Þær eru ekki eins beittar og tennur kattar.
15Ef þú heimsækir Ísland getur þú séð íslenska hundinn víða um land, bæði í bæjum og í sveitum landsins. Íslenska hundinum er gefin nafn. Algeng hundanöfn á Íslandi eru, Perla, Vaskur, Lappi, Kolur, Píla, Snati og Snót.
17Myndirnar í bókinni eru af heimilishundinum Bjarka frá því hann var hvolpur. Fjölskyldan gaf leyfi fyrir notkun myndanna.
19Foto/ Myndir/ Asseq/ Valokuva/ Govvá/ Guvvieh/ Nuotraukos/ Fotod/ Bil/ Photo:
S1-24: Magnea Karlsdóttir