IS
Garðfuglar á Íslandi, bók 1
IS
2
Garðfuglar á Íslandi, bók 1

Helga Dögg Sverrisdóttir

3
4

Það finnast margir garðfuglar á Íslandi. Sumir búa hér allt árið um kring en aðrir koma og fara.

5
6

Auðnutittlingur er af Finkuætt. Hann er lítill og fíngerður staðfugl. Fuglinn verpir í fyrri hluta maí fram í júlí. Honum líkar vel við sólblómafræ í görðum.

7
8

Barrfinka er af Finkuætt. Hann er lítill og skrautlegur farfugl. Fuglinn lifir í barrskógum og blönduðum skógum í Evrópu. Með aukinni skógrækt á Íslandi aukast líkur á að fuglinn setjist að.

9
10

Glókollur er minnsti fugl Evrópu. Hann er farfugl en líklega staðfugl hér á landi. Talið er að hann hafi verpt hér 1996 en staðferst árið 1999. Verpir í apríl fram í júní og getur orpið tvisvar á ári.

11
12

Hettusöngvari er af söngvaraætt. Á haustin er hann árviss flækingur og er algengasti söngvarana sem kemur. Á veturnar kemur hann í fuglafóðrið í görðum.

13
14

Hrafn er staðfugl. Hann býr til hreiður í klettum og stundum í mannvirkjum. Hrafninn verpir í apríl og unganir koma í maí. Hrafninn borðar matarafganga og fuglafóður.

15
16

Húsdúfa er víða í þéttbýli og er staðfugl. Varptíminn er frá mars fram í ágúst. Dúfan kemur í garða og nær sér í brauð og fræ.

17
18

Krossnefur er staðfugl en fer á flakk ef fæðuúrval er lítið. Verpir í greniskógum. Hann étur helst fræ en goggurinn er sérstaklega gerður til að ná þeim úr könglum. Fuglinn verpir frá desember fram í júní.

19
20

Maríuerla býr aðallega á láglendi og helst nálægt mannabústöðum. Hún er farfugl og fer frá Íslandi í lok ágúst eða september. Varptími frá seinni hluta maí fram í miðjan júní.

21
22

Er einhver af þessum fuglum í garðinum þínum eða landinu sem þú býrð?

23
Garðfuglar á Íslandi, bók 1

Foto/ Myndir/ Asseq/ Valokuva/ Govvá/ Guvvieh/ Nuotraukos/ Fotod/ Photo:
S1: Geli - commons.wikimedia.org
S4: Pxhere.com
S6: No-longer-here - pixabay.com
S8: Marek Szczepanek - commons.wikimedia.org
S10: Pikist.com
S12: Salem Arouna - pixabay.com
S14: David Hofmann - commons.wikimedia.org
S16: Alan D. Wilson - naturespicsonline.com/ commons.wikimedia.org
S18: Elaine R. Wilson - naturespicsonline.com/ commons.wikimedia.org
S20: Mabel Amber - pixabay.com
S22: Francis C. Franklin - commons.wikimedia.org
Forrige side Næste side
X