Play audiofileis
Guðjón Valur Sigurðsson- íslenskur handboltamaður
2
Guðjón Valur Sigurðsson- íslenskur handboltamaður

Helga Dögg Sverrisdóttir

3
4

Guðjón Valur Sigurðsson hefur spilað 356 leiki fyrir landsliðið og er markahæsti handboltamaður landsliða með 1853 mörk (2019).

Play audiofile 5
6

Guðjón Valur fæddist 8. ágúst 1979. Hann hóf feril sinn ungur og byrjaði með Gróttu á Seltjarnarnesi árið 1986 og spilaði til ársins 1998. Hann er vinstri hornamaður og góð vítaskytta.

Play audiofile 7
8

Hann flutti til Akureyrar og spilaði með KA frá 1998-2001 áður en hann flutti til Þýskalands. Þar spilaði hann með Tusem Essen frá 2001-2005. Hann hefur verið atvinnumaður í handbolta frá 2001 og er enn árið 2020.

Play audiofile 9
10

Guðjón varð Evrópumeistari með Essen í Evrópukeppni félagsliða. En síðar varð félagið gjaldþrota og þá fór hann til VfL Gunmersbach og spilaði frá 2005-2008.

Play audiofile 11
12

Árið 2006 var hann valinn íþróttamaður ársins í Þýskalandi. Sama ár var hann markahæsti maður ,,Bundeslíkunnar” þar í landi.

Play audiofile 13
14

Guðjón hefur spilað með mörgum liðum, má þar nefna, Rhein-Neckar-Löwen (2008-2011 og 2016-2019), AG Köbenhavn (2011-2012), THW Kiel (2012-2014) og FC Barcelona (2014-2016). Hann spilar nú, 2019, með franska liðinu Paris Saint-Germain.

Play audiofile 15
16

Hann lék sinn fyrsta A-lands­leik 15. desember 1999 gegn Ítal­íu. Hann var 20 ára og skoraði 2 mörk í leikn­um.

Play audiofile 17
18

Guðjón Valur var kjörinn íþróttamaður ársins á Íslandi af Samtökum íþróttafréttamanna árið 2006. Hann varð markakóngur HM í Þýskalandi árið 2007, þrátt fyrir að Ísland lenti í 8. sæti.

Play audiofile 19
20

Guðjón Valur var með þegar landsliðið vann silfur á ÓL í Peking 2008 og brons í Austurríki á EM 2010. Í dag er hann góð fyrirmynd ungu leikmannanna í landsliðinu.

Play audiofile 21
22

Guðjón var valinn í úrvalslið ÓL í Peking árið 2008 og í úrvalslið EM 2012 og aftur 2014.

Play audiofile 23
24

Þekkir þú annan þekktan handboltamann?

Play audiofile 25
Guðjón Valur Sigurðsson- íslenskur handboltamaður

Foto/ Myndir/ Asseq/ Valokuva/ Guvvieh/ Nuotraukos/ Photo:
S1+4+6+16+22+24: HSI.is
S10+12: Armin Kübelbeck - commons.wikimedia.org
S14: Doha Stadium Plus Qatar - commons.wikimedia.org
S18: Steindy - commons.wikimedia.org
S20: ©Krissij19 - flickr.com
 
Forrige side Næste side
X