IS
Play audiofileis
Eiríksstaðir í Haukadal- heimili Eiríks rauða
IS
2
Eiríksstaðir í Haukadal- heimili Eiríks rauða

Helga Dögg Sverrisdóttir

3
4

Eiríkur rauði fæddist í Jæren í Noregi um 950. Hann var norskur víkingahöfðingi. Sagan segir að hann hafi orðið friðlaus og flúði til Íslands þar sem hann settist að.

Play audiofile 5
6

Menn hafa tilgátu um að bær Eiríks rauða sé í Haukadal á Vesturlandi Íslandi. Það er byggt á rannsóknum fornleifafræðinga á rústum sem grafnar voru upp.

Play audiofile 7
8

Talið er að heimili Eiríks hafi litið svona út. Húsið er um 50 m² að flatarmáli og 4 m breitt. Veggirnir og þak hússins eru tyrfðir.

Play audiofile 9
10

Kona Eiríks rauða hét Þjóðhildur og var ættuð úr Haukadal. Fósturpabbi hennar gaf þeim smá land til að byggja á og er talið að þau hafi byggt Eiríksstaði. Talið er að börnin þeirra tvö hafi fæðst í Haukadal.

Play audiofile 11
12

Í húsinu má sjá þurrkaðan fisk og búnað sem talið er að þau hjón hafi notað á meðan þau bjuggu í húsinu.

Play audiofile 13
14

Hér má sjá vistarverur eins og þær voru. Eldur í miðju rými og gærur af dýrum til að halda á sér hita.

Play audiofile 15
16

Krókurinn yfir eldstæðinu var notaður til að hengja pott á til að elda mat.

Play audiofile 17
18

Áður fyrr var matur geymdur í svona tunnum.

Play audiofile 19
20

Eiríkur rauði lenti oft í útistöðum við nágranna sína og drap tvo af þeim. Hann varð friðlaus að nýju og flúði. Hann fann nýtt land og nefndi það Grænland. Han dó þar um 1003.

Play audiofile 21
22

Þekkir þú fleiri sögufræga staði?

Play audiofile 23
Eiríksstaðir í Haukadal- heimili Eiríks rauða

Foto/ Myndir/ Asseq/ Valokuva/ Guvvieh/ Nuotraukos/ Photo:
S1+4+8+10+12+14+16+18+20: Helga Dögg Sverrisdóttir
S6: Google Maps
S22: Bromr - commons.wikimedia.org

eiriksstadir.is
Forrige side Næste side
X