Broyt
mál
Ann-Helén Laestadius - samískur rithöfundur
Ann-Helén Laestadius - samískur rithöfundur

Hilma Dunfjeld Mølnvik

Týtt: Helga Dögg Sverrisdóttir
3
4

Ann-Helén Laestadius er samískur rithöfundur sem skrifar bækur á sænsku. Hún vinnur sem blaðamaður.

Ann-Helén Laestadius er samískur rithöfundur sem skrifar bækur á sænsku. Hún vinnur sem blaðamaður.

5
6

Ann-Helén fæddist í Kiruna árið 1971. Hún býr í Solnes fyrir utan Stokkhólm.

Ann-Helén fæddist í Kiruna árið 1971. Hún býr í Solnes fyrir utan Stokkhólm.

7
8

Fyrsta bók hennar SMS frá Soppero var gefin út 2007. Bókin vann keppni um skáldsögur. Í keppninni átti að skrifa um hvernig væri að vera ungur Sami í dag.

Fyrsta bók hennar SMS frá Soppero var gefin út 2007. Bókin vann keppni um skáldsögur. Í keppninni átti að skrifa um hvernig væri að vera ungur Sami í dag.

9
10

SMS från Soppero er um stelpu sem heitir Agnes. Hún er 13 ára og býr í Solnes. Mamma Agnesar er samísk og pabbi hennar sænskur.

SMS från Soppero er um stelpu sem heitir Agnes. Hún er 13 ára og býr í Solnes. Mamma Agnesar er samísk og pabbi hennar sænskur.

11
12

Aðalpersónan Agnes hefur ekki lært samísku frá unga aldri en þegar hún fann gamlar samískar bækur frá mömmu sinni byrjaði hún að læra tungumálið í laumi.

Aðalpersónan Agnes hefur ekki lært samísku frá unga aldri en þegar hún fann gamlar samískar bækur frá mömmu sinni byrjaði hún að læra tungumálið í laumi.

13
14

Eins og margar 13 ára stelpur byrjaði Agnes að hugsa um stráka. Allt í einu fékk hún skilaboð frá strák sem heitir Hinte sem er frá Soppero. Þau byrja að skrifast á.

Eins og margar 13 ára stelpur byrjaði Agnes að hugsa um stráka. Allt í einu fékk hún skilaboð frá strák sem heitir Hinte sem er frá Soppero. Þau byrja að skrifast á.

15
16

Agnesi finnst erfitt að vera á milli tveggja menningarheima. Þegar hún er í Solnes líta allir á hana sem Sama. Þegar hún kemur til Soppero, finnst henni hún ekki nægur Sami.

Agnesi finnst erfitt að vera á milli tveggja menningarheima. Þegar hún er í Solnes líta allir á hana sem Sama. Þegar hún kemur til Soppero, finnst henni hún ekki nægur Sami.

17
18

Þema bókarinnar er ást, sjálfsmynd, afbrýðisemi, ætt og draumar. Bókin er mikilvæg því ekki finnast margar bækur um samíska ungmenni sem geta lesið um lif sitt og tilfinningar.

Þema bókarinnar er ást, sjálfsmynd, afbrýðisemi, ætt og draumar. Bókin er mikilvæg því ekki finnast margar bækur um samíska ungmenni sem geta lesið um lif sitt og tilfinningar.

19
20

Ann-Helén hefur skrifað fleiri bækur um sömu aðalpersónuna. Aðeins fyrsta bókin var þýdd á samísku.

Ann-Helén hefur skrifað fleiri bækur um sömu aðalpersónuna. Aðeins fyrsta bókin var þýdd á samísku.

21
22

Árið 2016 vann Ann-Helén  Laestadius mikilvægustu menningarverðlaun Svíþjóðar, Ágústverðlaunin. Hún fékk verðlaunin fyrir ungmennaskáldsöguna Tio över ett. 

Árið 2016 vann Ann-Helén  Laestadius mikilvægustu menningarverðlaun Svíþjóðar, Ágústverðlaunin. Hún fékk verðlaunin fyrir ungmennaskáldsöguna Tio över ett. 

23
24

Hefur þú lesið bók eftir Ann-Helén?

Hefur þú lesið bók eftir Ann-Helén?

25
Ann-Helén Laestadius - samískur rithöfundur

Foto/ Myndir/ Asseq/ Valokuva/ Guvvieh/ Nuotraukos/ Photo:
S1: ©Rabensjogren.se
S4: ©Ann-Helén Laestadius
S6: Martí8888 - commons.wikimedia.org
S8+20+24: Hilma Dunfjeld Mølnvik
S10: Saemiensijte.no
S12+18: Anita Dunfjeld Aagård
S14: Snorlaus.no
S16: Esanks.no
S22: Augustpriset - Youtube.com
Forrige side Næste side
X