Vaheta
keelt
Greta Thunberg - ungur sænskur umhverfissinni
Greta Thunberg - ungur sænskur umhverfissinni

Susanne Backe - Frösakullsskolan

Tõlkija: Hrafnhildur Skúladóttir og Ragnheidur Borgþórsdóttir
3
4

Þegar Greta var 11 ára sá hún kvikmynd í skólanum sem fjallaði um plastmengun i hafinu. Hún hafði miklar áhyggjur af umhverfismenguninni og hlýnun jarðar.

Þegar Greta var 11 ára sá hún kvikmynd í skólanum sem fjallaði um plastmengun i hafinu. Hún hafði miklar áhyggjur af umhverfismenguninni og hlýnun jarðar.

5
6

Árið 2018 skrifaði Greta ritgerð í skólanum: ,,Við vitum - og við getum gert eitthvað núna.” Hún ákvað að hún yrði að gera eitthvað. Hún skrifaði eigin orð á skilti, hjólaði að Alþingishúsinu í Stokkhólmi og hóf setuverkfall.

Árið 2018 skrifaði Greta ritgerð í skólanum: ,,Við vitum - og við getum gert eitthvað núna.” Hún ákvað að hún yrði að gera eitthvað. Hún skrifaði eigin orð á skilti, hjólaði að Alþingishúsinu í Stokkhólmi og hóf setuverkfall.

7
8

Verkfallið var á hverjum skóladegi í nokkrar vikur. Síðan hefur hún skrópað í skólann á föstudögum því hún vill að sænskir embættismenn samþykki Parísarsamkomulagið. Þar að auki hefur hún siglt með seglbát til USA til að leggja áherslu á umhverfið.

Verkfallið var á hverjum skóladegi í nokkrar vikur. Síðan hefur hún skrópað í skólann á föstudögum því hún vill að sænskir embættismenn samþykki Parísarsamkomulagið. Þar að auki hefur hún siglt með seglbát til USA til að leggja áherslu á umhverfið.

9
10

Greta Tintin Eleonora Ernman Thunberg fæddist þann 3. janúar 2003 í Stokkhólmi. Foreldrar hennar eru leikarinn Svante Thunberg og óperusöngkonan Malena Ernman. Greta er greind með Asperger heilkennið.

Greta Tintin Eleonora Ernman Thunberg fæddist þann 3. janúar 2003 í Stokkhólmi. Foreldrar hennar eru leikarinn Svante Thunberg og óperusöngkonan Malena Ernman. Greta er greind með Asperger heilkennið.

11
12

Asperger heilkenni er gagntæk truflun á þroska sem flokkast undir einhverfu. Þeir sem eru með Asperger heilkennið eiga oft í erfiðleikum með félagsfærni. Greta Thunberg er stolt yfir að vera ,,öðruvísi” og vill meina að heilkennið veiti henni ofurkraft.

Asperger heilkenni er gagntæk truflun á þroska sem flokkast undir einhverfu. Þeir sem eru með Asperger heilkennið eiga oft í erfiðleikum með félagsfærni. Greta Thunberg er stolt yfir að vera ,,öðruvísi” og vill meina að heilkennið veiti henni ofurkraft.

13
14

Greta Thunberg er þekkt fyrir ,,Skólaskróp vegna umhverfismála.” Hún hefur fengið mikla athygli og hefur hitt fyrirmenn margra þjóða. Boðskapurinn hennar er: Þetta er brýnt og umhverfið getur ekki beðið.

Greta Thunberg er þekkt fyrir ,,Skólaskróp vegna umhverfismála.” Hún hefur fengið mikla athygli og hefur hitt fyrirmenn margra þjóða. Boðskapurinn hennar er: Þetta er brýnt og umhverfið getur ekki beðið.

15
16

Á árunum 2018-2019 hefur Greta Thunberg ferðast um allan heiminn og talað á umhverfisráðstefnum, haldið tölu í breska þinginu, hitt páfann í Róm og fengið bréf frá Dalai Lama þar sem hann lýsir yfir ánægju sinni vegna baráttu Thunbergs til umhverfismála.

Á árunum 2018-2019 hefur Greta Thunberg ferðast um allan heiminn og talað á umhverfisráðstefnum, haldið tölu í breska þinginu, hitt páfann í Róm og fengið bréf frá Dalai Lama þar sem hann lýsir yfir ánægju sinni vegna baráttu Thunbergs til umhverfismála.

17
18

Afskipti Gretu af umhverfismálum hafa breiðst út um allan heim, sérstaklega á meðal ungs fólks. Margar milljónir manna um allan heim hafa heyrt rödd Gretu. Á sama tíma hefur hún orðið fyrir mikilli gagnrýni. Greta vill að við hlustum á vísindamenn, vöknum og byrjum á aðgerðum fyrir umhverfið.

Afskipti Gretu af umhverfismálum hafa breiðst út um allan heim, sérstaklega á meðal ungs fólks. Margar milljónir manna um allan heim hafa heyrt rödd Gretu. Á sama tíma hefur hún orðið fyrir mikilli gagnrýni. Greta vill að við hlustum á vísindamenn, vöknum og byrjum á aðgerðum fyrir umhverfið.

19
20

Nemendur í yfir 100 löndum hafa skrópað í skólann í baráttu fyrir umhverfinu. Boðskapur Gretu til valdhafa: ,,Þið stáluð framtíð okkar”!

Nemendur í yfir 100 löndum hafa skrópað í skólann í baráttu fyrir umhverfinu. Boðskapur Gretu til valdhafa: ,,Þið stáluð framtíð okkar”!

21
22

Árið 2018 fékk Greta verðlaun sem Fyrirmynd unglinga. Tímaritið Time valdi Gretu árið 2018 sem mesta áhrifavald unglinga og í mars 2019 var hún tilnefnd til Friðarverðlauna Nóbels.

Árið 2018 fékk Greta verðlaun sem Fyrirmynd unglinga. Tímaritið Time valdi Gretu árið 2018 sem mesta áhrifavald unglinga og í mars 2019 var hún tilnefnd til Friðarverðlauna Nóbels.

23
24

Greta fékk nýfundna bjöllutegund frá Kenía nefnda í höfuðið á sér. Hún heitir Nelloptodes Gretae. Bjallan er gul, án vængja og blind, en hefur tvo þreifara sem líkjast fléttum. Náttúruminjasafnið í London vildi með þessu viðurkenna vinnu Gretu fyrir umhverfinu.

Greta fékk nýfundna bjöllutegund frá Kenía nefnda í höfuðið á sér. Hún heitir Nelloptodes Gretae. Bjallan er gul, án vængja og blind, en hefur tvo þreifara sem líkjast fléttum. Náttúruminjasafnið í London vildi með þessu viðurkenna vinnu Gretu fyrir umhverfinu.

25
26

Aðalmál Gretu er að berjast fyrir umhverfinu. Alheimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna nr.13 fjallar um baráttu gegn loftslagsbreytingum. Hvað getur þú gert, daglega, fyrir umhverfið?

Aðalmál Gretu er að berjast fyrir umhverfinu. Alheimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna nr.13 fjallar um baráttu gegn loftslagsbreytingum. Hvað getur þú gert, daglega, fyrir umhverfið?

27
Greta Thunberg - ungur sænskur umhverfissinni

Foto/ Myndir/ Asseq/ Valokuva/ Guvvieh/ Nuotraukos/ Photo:
S1+6+10: Anders Hellberg - commons.wikimedia.org
S4: Pxhere.com
S8: Frankie Fouganthin - commons.wikimedia.org
S12: Melessa - commons.wikimedia.org
S14+22: European Parliament - flickr.com
S16: Astraea - vimeo.com
S18: Goran Horvat - pixabay.com
S20: ©Jerker Ivarsson - aftonbladet.se
S24: ©Michael Darby
S26: Globalgoals.org
Forrige side Næste side
X