Tjaeledh
gïele
Líf mitt með hreyfilömun (CP)
Líf mitt með hreyfilömun (CP)

Ståle Vetaas Nielsen - Special Center Vonsild

Jarkoestamme Helga Dögg Sverrisdóttir
3
4

Ég er ungur maður næstum 18 ára. Ég heiti Ståle og bý í Danmörku. Mamma er norsk og pabbi danskur. Ég er með hreyfihömlun (CP).

Ég er ungur maður næstum 18 ára. Ég heiti Ståle og bý í Danmörku. Mamma er norsk og pabbi danskur. Ég er með hreyfihömlun (CP).

5
6

Hreyfihömlun kallast líka spastísk lömun. Það er heilaskaði sem veldur að heilinn getur ekki stjórnað vöðunum eðlilega. Hreyfihömlun gerist á fósturstiginu, í fæðingu eða stuttu eftir fæðinguna.

Hreyfihömlun kallast líka spastísk lömun. Það er heilaskaði sem veldur að heilinn getur ekki stjórnað vöðunum eðlilega. Hreyfihömlun gerist á fósturstiginu, í fæðingu eða stuttu eftir fæðinguna.

7
8

Flest tilfelli hreyfihömlunar eru vegna meðfæddra heilaskaða. Aðeins 10% skaða verða í fæðingu eða stuttu eftir fæðinguna. Það fæðast um 150 börn í Danmörku með hreyfihömlun.

Flest tilfelli hreyfihömlunar eru vegna meðfæddra heilaskaða. Aðeins 10% skaða verða í fæðingu eða stuttu eftir fæðinguna. Það fæðast um 150 börn í Danmörku með hreyfihömlun.

9
10

Mamma fékk meðgöngueitrun og ég dó næstum í maga hennar. Ég fæddist með keisaraskurði 5 vikum fyrir tímann. Ég var mjög lítill, af því ég hafði soltið og ekki fengið nóg súrefni.

Mamma fékk meðgöngueitrun og ég dó næstum í maga hennar. Ég fæddist með keisaraskurði 5 vikum fyrir tímann. Ég var mjög lítill, af því ég hafði soltið og ekki fengið nóg súrefni.

11
12

Eftir fæðinguna dó ég næstum aftur. Ég fékk krampa og lá í dái vegna vatns í höfðinu. Heilinn skaddaðist af öllu því sem ég varð fyrir. Allir héldu að ég yrði svo fatlaður að ég gæti ekki lært neitt, gæti ekki gengið, ekki talað, ekki borðað sjálfur eða bjargað mér á klósettið.

Eftir fæðinguna dó ég næstum aftur. Ég fékk krampa og lá í dái vegna vatns í höfðinu. Heilinn skaddaðist af öllu því sem ég varð fyrir. Allir héldu að ég yrði svo fatlaður að ég gæti ekki lært neitt, gæti ekki gengið, ekki talað, ekki borðað sjálfur eða bjargað mér á klósettið.

13
14

Ég var um ársgamall þegar ég fékk greininguna hreyfilömun. Þar að auki fékk ég flogaveiki, þar sem maður fær krampakast, en við það hef ég sloppið.

Ég var um ársgamall þegar ég fékk greininguna hreyfilömun. Þar að auki fékk ég flogaveiki, þar sem maður fær krampakast, en við það hef ég sloppið.

15
16

Ég hef farið í margar skurðaðgerðir til að lengja sinarnar þannig að ég geti setið eðlilega, staðið upp og gengið með stuðningi. Ég hef fengið hjálp í gegnum sjúkraþjálfun og hjálpartæki, t.d. göngugrind, rafmagns-hjólastól sem getur keyrt langt og hratt.

Ég hef farið í margar skurðaðgerðir til að lengja sinarnar þannig að ég geti setið eðlilega, staðið upp og gengið með stuðningi. Ég hef fengið hjálp í gegnum sjúkraþjálfun og hjálpartæki, t.d. göngugrind, rafmagns-hjólastól sem getur keyrt langt og hratt.

17
18

Þó ég sé fatlaður og á erfitt með að læra þá get ég með hjálp göngugrindar gengið. Ég get talað, farið á klósettið og borðað sjálfur- já ég get að mestu bjargað mér sjálfur með smá aðstoð!

Þó ég sé fatlaður og á erfitt með að læra þá get ég með hjálp göngugrindar gengið. Ég get talað, farið á klósettið og borðað sjálfur- já ég get að mestu bjargað mér sjálfur með smá aðstoð!

19
20

Ég hef verið í sérskóla. Fyrst í Special Center Brændkjær og síðan í framhaldsdeild í Special Center Vonsild í Kolding. Ég hef hitt flesta sem ég þekki þar og kærasta mín er það líka.

Ég hef verið í sérskóla. Fyrst í Special Center Brændkjær og síðan í framhaldsdeild í Special Center Vonsild í Kolding. Ég hef hitt flesta sem ég þekki þar og kærasta mín er það líka.

21
22

Foreldrar mínir skildu þegar ég var lítill. Það hefur ekki alltaf verið auðvelt. Hús pabba hentar ekki fötluðum og það hefur verið erfitt að fara um. Þannig að við vorum neydd til að flytja í hentugra húsnæði. Mamma býr í Noregi. Það er stundum erfitt að ferðast fram og til baka.

Foreldrar mínir skildu þegar ég var lítill. Það hefur ekki alltaf verið auðvelt. Hús pabba hentar ekki fötluðum og það hefur verið erfitt að fara um. Þannig að við vorum neydd til að flytja í hentugra húsnæði. Mamma býr í Noregi. Það er stundum erfitt að ferðast fram og til baka.

23
24

Brátt verð ég 18 ára og að verða fullorðinn. Ég byrja í námi sem er sérhannað fyrir fatlaða og ég hlakka til. Mér finnst ég hafa átt góða æsku með vinum og kærustu. Þó maður vilji stundum gefast upp á því sem er erfitt er samt mikilvægt að prófa.

Brátt verð ég 18 ára og að verða fullorðinn. Ég byrja í námi sem er sérhannað fyrir fatlaða og ég hlakka til. Mér finnst ég hafa átt góða æsku með vinum og kærustu. Þó maður vilji stundum gefast upp á því sem er erfitt er samt mikilvægt að prófa.

25
26

Ég hef náð þessu í dag m.a. vegna duglegra lækna og hjúkrunarfræðinga. Ég er þakklátur. Ég fæ ekki líf eins og annað ungt fólk, en ég lifi góðu lífi.

Ég hef náð þessu í dag m.a. vegna duglegra lækna og hjúkrunarfræðinga. Ég er þakklátur. Ég fæ ekki líf eins og annað ungt fólk, en ég lifi góðu lífi.

27
28

Mig dreymir líka um framtíð með kærustu þar sem við getum gert sem mest sjálf. Hverjar eru þínar áskoranir í lífinu? Um hvað dreymir þig?

Mig dreymir líka um framtíð með kærustu þar sem við getum gert sem mest sjálf. Hverjar eru þínar áskoranir í lífinu? Um hvað dreymir þig?

29
Líf mitt með hreyfilömun (CP)

Foto/ Myndir/ Asseq/ Valokuva/ Govvá/ Guvvieh/ Nuotraukos/ Photo:
S1+22+28: Piqsels.com + needpix.com
S4+14+16+18+26: Mette Lindemark - SCV
S6+8: Gerd Altmann - pixabay.com
S10: Kitiele Kiti - pixabay.com
S12: Pxfuel.com
S20: NYT SCV??
S24: ⓒclseifert.com

Læs mere om CP på:
www.cpdanmark.dk
Forrige side Næste side
X