Ruoktot
isHelga Dögg Sverrisdóttir
Grímsey er lítil eyja 40 km norður af Íslandi. Þar búa um 100 manns allt árið en fleiri á sumrin. Eyjan er 5.3 km² og tilheyrir Akureyri.
5
Til að komast til Grímseyjar verður að fljúga með lítilli flugvél frá Akureyri eða sigla frá Dalvík sem tekur 3 klukkustundir.
7
Mikið fuglalíf er í Grímsey því stutt er fyrir fuglana í fæðu. Hægt er að sjá Lunda, Ritu, Fíl, Kríu, Langvíu og fleiri fugla. Frá apríl til ágúst er besti tíminn til fuglaskoðunar.
11
Þú getur farið yfir heimskautsbauginn þegar þú heimsækir Grímsey. Á myndinni sérðu staðinn þar sem ferðamenn láta mynda sig. Auk þess fá þeir skjal um að hafa stigið yfir heimskautsbauginn.
13
Kirkjan var byggð árið 1867 og stækkuð 1932. Margir heita á kirkjuna. Prestar frá Dalvík þjóna í kirkjunni.
15
Krían er veitingastaður í Grímsey. Þar koma margir ferðamenn og því nauðsynlegt að bjóða upp á kaffi, mat og annað sem veitingastaður selur. Á eyjunni er banki, verslun og skóli.
17
Vitinn var byggður 1937 og er á suðaustur horni eyjunnar. Í upphafi var honum stjórnað með gaslampa og þá þurfti að kveikja og slökkva með handafli. Nú er hann sjálfvirkur.
19