Ruoktot
Helga Dögg Sverrisdóttir
Daði Freyr Pétursson er fæddur í Reykjavík 30 júní 1992. Hann bjó í Danmörku þar til hann varð níu ára gamall.
5Hann gengur ýmist undir nafninu Daði Freyr eða bara Daði. Hljómsveitin hans heitir Gagnamagnið. Þau eru þekkt sem Daði og Gagnamagnið.
11Daði fluttist til Berlínar til að ljúka háskólanámi sínu í tónlistarstjórnun og hljóðaframleiðslu. Í dag (2025) býr hann á Íslandi með fjölskyldunni.
13Árið 2017 tók Daði og Gagnamagnið þátt í Söngvakeppninni með lagið "Er þetta ást? Hvað með það?". Þau lentu í öðru sæti.
15Hljómsveitin reyndi aftur árið 2020 með lagið Gagnamagnið („Think About Things“) og vann á Íslandi. Kóvid faraldurinn kom því miður í veg fyrir Evrópusöngvakeppnina.
17Hljómsveitin var valin til að taka þátt í keppninni árið 2021 með lagið „10 Years“. Þau lentu í 4. sæti í aðalkeppninni.
19Í kjölfar Eurovision fór Daði í tónleikaferðalag um Evrópu og Bandaríkin. Hann er með eigin heimasíðu; Daði Freyr.
21Daði er kvæntur tónlistarkonunni Árnýju Fjólu Ásmundsdóttur. Dóttir þeirra, Áróra Björg, fædd árið 2019, var innblásturinn að texta lagsins ,,Think About Things.” Hin dóttir þeirra heitir Kría Sif, fædd 2021.
23