Ruoktot
isHelga Dögg Sverrisdóttir
Bubbi er sá tónlistarmaður sem hefur selt flestar plötur. Hann heitir Ásbjörn Kristinsson Morthens en gengur undir nafninu Bubbi Morthens. Hann fæddist 6. júní 1956.
5
Mamma hans er Dani og pabbi hálfur Norðmaður og hálfur Íslendingur. Bubbi á nokkur systkin og þar á meðal er þekktur listmálari, Tolli.
7
Bubbi kom fram á sjónarsviðið á 9. áratugnum og hefur veið síðan. Hann hefur að mestu verið einn með gítarinn sinn og er trúbador. Bubbi hefur spilað með mörgum hljómsveitum en þekktastar eru Utangarðsmenn og Egó.
9
Þegar Bubbi varð sextugur hélt hann tónleika sem voru kallaðir ,,06.06.06" árið 2006. Bubbi heldur tónleika á Þorláksmessu og hefur gert í mörg ár.
11
Þegar halda á styrktartónleika er Bubbi oft með. Hann lætur sig varða ýmis samfélagsmál og tjáir sig óhikað um þau. Líka í lögunum sínum.
13
Eftir bankahrunið boðaði Bubbi til fyrstu mótmælanna vegna bankahrunsins gegn ríkisstjórninni. Hann tók oft þátt í mótmælunum eftir það.
15
Bubbi semur alla sína texta sjálfur. Hann hefur lagt fleira fyrir sig en tónlist en hann gaf út ljóðabók árið 2015 sem heitir ,,Öskraðu gat á myrkrið.”
17
Bubbi hefur gaman af að veiða lax. Hann berst gegn eldislaxi. Laxinn á að vera villtur segir hann. Auk þess er hann áhugamaður um ólympíska hnefaleika og fótbolta en hann heldur með KR (Knattspyrnufélag Reykjavíkur).
19