Spräke
schafte
Danskar eyjur
2
Danskar eyjur

4. b Brændkjærskolen, Kolding

Ouerseet tu íslensku foon Helga Dögg Sverrisdóttir
3
4

Í Danmörku eru 407 eyjur þar sem einungis er búið á 82. Margar af stóru eyjunum eru tengdar með brúm. Eyrarsundsbrúin tengir Sjáland og Svíþjóð. Stórabeltisbrúin tengin Fjón og Sjáland og Litlabeltisbrúin tengir Fjón og Jótland. Ferjur og litlar flugvélar tengir minni eyjurnar.

Í Danmörku eru 407 eyjur þar sem einungis er búið á 82. Margar af stóru eyjunum eru tengdar með brúm. Eyrarsundsbrúin tengir Sjáland og Svíþjóð. Stórabeltisbrúin tengin Fjón og Sjáland og Litlabeltisbrúin tengir Fjón og Jótland. Ferjur og litlar flugvélar tengir minni eyjurnar.

5
6

Borgundarhólmur er sunnan megin í Eystrarsalti. Þaðan eru 135 km til Mön sem er næsta strönd Danmerkur og 40 km að Skáni í Svíþjóð. Borgundarhólmur er 40 km löng og þar búa nærri 40 þúsund manns. Eyjan hefur fleiri sólskinstíma en aðrir staðir í Danmörku.

Borgundarhólmur er sunnan megin í Eystrarsalti. Þaðan eru 135 km til Mön sem er næsta strönd Danmerkur og 40 km að Skáni í Svíþjóð. Borgundarhólmur er 40 km löng og þar búa nærri 40 þúsund manns. Eyjan hefur fleiri sólskinstíma en aðrir staðir í Danmörku.

7
8

Láland er fjórða stærsta eyjan um 1.242 km² að stærð og þar búa ca. 60.600 manns. Láland er í Eystrarsalti. Meðfram strandlengjunni eru flottar hafnir og margar strandir. Á Lálandi getur maður heimsótt Knuthenborg Safari Park, Maribo Dómkirkju og Miðaldarmiðstöðina.

Láland er fjórða stærsta eyjan um 1.242 km² að stærð og þar búa ca. 60.600 manns. Láland er í Eystrarsalti. Meðfram strandlengjunni eru flottar hafnir og margar strandir. Á Lálandi getur maður heimsótt Knuthenborg Safari Park, Maribo Dómkirkju og Miðaldarmiðstöðina.

9
10

Langaland er á milli Fjóns og Lálands. Eyjan er 52 km löng og rúmir 7 km á breidd. Þar búa um 12.600 manns. Maður getur annað hvort siglt frá Lálandi eða keyrt frá Fjóni í gegnum Tåsinge til Langalands. Virkið í Langalandi var áður notað til að verjast en er nú safn.

Langaland er á milli Fjóns og Lálands. Eyjan er 52 km löng og rúmir 7 km á breidd. Þar búa um 12.600 manns. Maður getur annað hvort siglt frá Lálandi eða keyrt frá Fjóni í gegnum Tåsinge til Langalands. Virkið í Langalandi var áður notað til að verjast en er nú safn.

11
12

Als er í Suður-fjónska Eyjahafinu. Eyjan er 321 km² og þar búa um 51.900. Á eyjunni er tæknigarður sem heitir ,,Alheimurinn.” Þar er líka Sønderborg höll sem hefur margar fallbyssur sem voru notaðar í Slésvíkurbardaganum og Napelónsstyrjöldunum.

Als er í Suður-fjónska Eyjahafinu. Eyjan er 321 km² og þar búa um 51.900. Á eyjunni er tæknigarður sem heitir ,,Alheimurinn.” Þar er líka Sønderborg höll sem hefur margar fallbyssur sem voru notaðar í Slésvíkurbardaganum og Napelónsstyrjöldunum.

13
14

Sámseyja er í Jótlandshafi og er 114 km². Í eyjunni búa 3.700 manns. Á Sámseyju er gott að hjóla og þar eru falleg náttúrusvæði. Sámseyja hefur að geyma 22 fallega gamla bæi. Sá stærsti heitir Tranebjerg.

Sámseyja er í Jótlandshafi og er 114 km². Í eyjunni búa 3.700 manns. Á Sámseyju er gott að hjóla og þar eru falleg náttúrusvæði. Sámseyja hefur að geyma 22 fallega gamla bæi. Sá stærsti heitir Tranebjerg.

15
16

Á Fanø er ca. 3350 manns og þar eru margir ferðamenn. Í hafinu kringum eyjuna synda allt að 1000 selir. Í skóginum, á ökrunum og í bæjunum getur maður mætt dádýri og villtum kanínum.

Á Fanø er ca. 3350 manns og þar eru margir ferðamenn. Í hafinu kringum eyjuna synda allt að 1000 selir. Í skóginum, á ökrunum og í bæjunum getur maður mætt dádýri og villtum kanínum.

17
18

Rømø er dönsk eyja í Vaðhafinu. Hún er um 129 km² að stærð og þar búa um 647 manns. Eyjan er um 10 km út í Norðursjónum og tengist fastlandinu með Rømø-stíflunni þar sem allir mega láta flugdreka fljúga á ströndinni.

Rømø er dönsk eyja í Vaðhafinu. Hún er um 129 km² að stærð og þar búa um 647 manns. Eyjan er um 10 km út í Norðursjónum og tengist fastlandinu með Rømø-stíflunni þar sem allir mega láta flugdreka fljúga á ströndinni.

19
20

Mandø er á milli Fanø og Rømø í miðjum Þjóðgarðinum Vaðhafið. Mandø er ca. 8 km² náttúruparadís. Maður keyrir með traktor á hafbotninum til að komast í eyjuna. Meðal annars getur maður upplifað ,,svarta sól”- þar sem himininn verður svartur af stórum starraflokkum.

Mandø er á milli Fanø og Rømø í miðjum Þjóðgarðinum Vaðhafið. Mandø er ca. 8 km² náttúruparadís. Maður keyrir með traktor á hafbotninum til að komast í eyjuna. Meðal annars getur maður upplifað ,,svarta sól”- þar sem himininn verður svartur af stórum starraflokkum.

21
22

Hléseyja er í miðju Jótlandshafi. Þar búa um 1850 manns og eyjan er 118 km². Hléseyja er þekkt fyrir salt og bæi með þangþaki. Hléseyja er nefnd í norrænni goðafræði þar sem guðirnir héldu veislur og sem heimili jötunsins Ægis.

Hléseyja er í miðju Jótlandshafi. Þar búa um 1850 manns og eyjan er 118 km². Hléseyja er þekkt fyrir salt og bæi með þangþaki. Hléseyja er nefnd í norrænni goðafræði þar sem guðirnir héldu veislur og sem heimili jötunsins Ægis.

23
24

Anholt er líka í Jótlandshafi mitt á milli Danmerkur og Svíþjóðar. Þar búa um 145 manns. Eyjan er 11 km að lengd og um 6 km á breidd. Á Anholt er fallegt landslag með sandbökkum, skógi og opnum heiðum. Hægt er að borða humar á eyjunni.

Anholt er líka í Jótlandshafi mitt á milli Danmerkur og Svíþjóðar. Þar búa um 145 manns. Eyjan er 11 km að lengd og um 6 km á breidd. Á Anholt er fallegt landslag með sandbökkum, skógi og opnum heiðum. Hægt er að borða humar á eyjunni.

25
26

Sprogø er lítil eyja í Stórabelti. Vegna legu sinnar fær eyjan marga gesti því þegar farið er til Fjóns eða Sjálands þarf að keyra í gegnum eyjuna. Það býr enginn á henni en hún tengir Stórubeltisbrúnna. Þessi eyja er 1,5 km².

Sprogø er lítil eyja í Stórabelti. Vegna legu sinnar fær eyjan marga gesti því þegar farið er til Fjóns eða Sjálands þarf að keyra í gegnum eyjuna. Það býr enginn á henni en hún tengir Stórubeltisbrúnna. Þessi eyja er 1,5 km².

27
28

Hefur þú heimsótt danska eyju?

Hefur þú heimsótt danska eyju?

29
Danskar eyjur

Foto/ Myndir/ Asseq/ Valokuva/ Guvvieh: S1: JialiangGao - commons.wikimedia.org S4: Kresten Hartvig Klit - commons.wikimedia.org S6: pxhere.com + Jens Bludau + Erik Frohne - commons.wikimedia.org S8: Los688 + Sir48 - commons.wikimedia.org / Holger Langmaier - pixabay.com S10: Langeland Kommune - commons.wikimedia.org + Google Maps S12: Nis Hoff +Michiel1972 +Erik Christensen - commons.wikimedia.org S14: Bob Collowân + Michiel1972 - commons.wikimedia.org - Guido Könsgen - pixabay.com S16: Carsten Strecker + Erik Frohne + Brommedk + Pmau - commons.wikimedia.org / Marcel Langthim - pixbay.com S18: Carport + Carsten Wiehe - commons.wikimedia.org S20: Orla Madsen + Erik Christensen + Christoffer Rasmussen - commons.wikimedia.org S22: Seier+Seier - flickr.com + Tomasz Sienicki - commons.wikimedia.org S24: M.Minderhoud + JialiangGao - commons.wikimedia.org + pxhere.com S26: Quatro.sinko - flickr.com S28: Elgaard - commons.wikimedia.org
Forrige side Næste side
X