![](https://atlantbib.org/sites/default/files/logo_0.png)
Atgal į paiešką
Helga Dögg Sverrisdóttir
Matthías Jochumsson samdi íslenska þjóðsönginn, Lofsöngur, árið 1874 til minningar um 1000 ára byggð á landinu.
Lofsöngurinn varð opinber þjóðsöngur árið 1983. Sveinbjörn Sveinbjörnsson samdi lagið við hann.
Matthías Jochumsson fæddist að Skógum þann 11. nóvember 1835 og dó á Akureyri 8. nóvember 1920.
Hann vann aðallega við sjómennsku og sveitarstörf. Hann stundaði verslunarstörf í Flatey á Breiðafirði.
Matthías fór í Latínuskólann sem í dag er Menntaskólinn í Reykjavík. Hann skrifaði mörg kvæði, sálma og leikrit.
Um tíma var Matthías prestur í Odda á Rangárvöllum. Að Skógum, þar sem hann fæddist, er minnismerki um hann.
Í Listigarðinum á Akureyri er minnismerki af Matthíasi. Ríkharður Jónsson myndhöggvari tók mót af höfði hans og sendi til Kaupmannahafnar þar sem höfuðið var steypt í eir.
Í dag eru Sigurhæðir á Akureyri minningarsafn um Matthías Jochumsson. Hann lét reisa húsið 1903 og bjó þar síðustu ár ævi sinnar.