Play audiofileis
Jóhann Svarfdælingur- hæsti maður Íslands
Jóhann Svarfdælingur- hæsti maður Íslands

Helga Dögg Sverrisdóttir

3
4

Jóhann Kristinn Pétursson fæddist í Svarfaðardal 9. febrúar 1913 sem er við Dalvík. Þess vegna er hann kallaður Jóhann Svarfdælingur. Hann var þriðja barn af níu systkinum. Fölskyldan lifði við sára fátækt.

Play audiofile 5
6

Jóhann var 18 merkur þegar hann fæddist. Hann er talinn hæsti Íslendingurinn. Það þurfti að sérsauma öll föt og skórnir sem hann notaði voru númer 62. Allt sem Jóhann þurfti varð að búa sérstaklega til.

Play audiofile 7
8

Hann sagði sjálfur að hann væri 2.25 m. á hæð 25 ára gamall. Á myndinni er Jóhann með fyrrverandi forseta Íslands, Kristjáni Eldjárn.

Play audiofile 9
10

Jóhann var oft kallaður risi en það líkaði honum illa. Í fjölleikahúsi mældist hann 2.34 m. og vóg 136 kíló. Sjúkdómur í skjaldkirtlinum olli þessari miklu hæð.

Play audiofile 11
12

Jóhann flutti til Danmerkur 1935 og vann í fjölleikahúsi. Þar var hann til sýnis og mátti ekki láta sjá sig úti og var því lokaður inni. Myndin er frá 1937.

Play audiofile 13
14

Hann fór til Frakklands, Englands og Þýskalands. Hann varð atvinnulaus 1939 þegar seinni heimstyrjöldin hófst.

Play audiofile 15
16

Jóhann fór til Danmerkur en lokaðist inni í Danmörku í nokkur ár en komst heim 1945. Jóhann eignaðist eitt barn þegar hann bjó í Danmörku.

Play audiofile 17
18

Á Íslandi hélt hann kvikmyndasýningar um eigið líf. Það var erfitt fyrir Jóhann að fá vinnu á Íslandi og því flutti hann til Bandaríkjanna 1948.

Play audiofile 19
20

Í Bandaríkjunum vann Jóhann í fjölleikahúsi og lék í nokkrum kvikmyndum. Árið 1981 var gerð heimildarmynd um hann.

Play audiofile 21
22

Jóhann sagði sjálfur starf sitt auðvirðilegt, að sýna sjálfan sig. Hann saknaði fjölskyldu sinnar þegar hann bjó erlendis.

Play audiofile 23
24

Jóhann fluttist til Íslands og til Dalvíkur. Hann var 71 árs þegar hann dó þann 26. nóvember 1984 en hann átti heima á dvalarheimilinu Dalbæ.

Play audiofile 25
26

Á byggðasafninu Hvoli á Dalvík er Jóhannsstofa og þar má sjá muni og myndir sem Jóhann átti.

Play audiofile 27
28

Veist þú hver er hæsti maðurinn í þínu landi?

Play audiofile 29
Jóhann Svarfdælingur- hæsti maður Íslands

Foto/ Myndir/ Asseq/ Valokuva/ Guvvieh/ Nuotraukos/ Photo:
S1: Julli.is + commons.wikimedia.org
S4+16: Julli.is
S6+10+12+14+20+22+28: Thetallestman.com
S8: Commons.wikimedia.org - Fair use
S18: Lemurinn.is
S24: Helga Dögg Sverrisdóttir
S26: Árni Hjartarson - commons.wikimedia.org
Forrige side Næste side
X