


4. bekkur Síðuskóla á Akureyri
,,Að liggja eins og ormur á gulli” þýðir að maður passi vel upp á sitt.
,,Að heltast úr lestinni” þýðir að maður er ekki lengur með í því sem verið er að gera.
,,Að ná ekki upp í nefið á sér” þýðir að maður sé reiður.
,,Að vera í miðju kafi” þýðir að maður sé upptekinn við eitthvað.
,,Að snúa við blaðinu” þýðir að maður breyti einhverju, t.d. hegðun.
,,Að renna á rassinn” þýðir að maður hættir við að gera það sem var ákveðið.
,,Að hitta naglann á höfuðið” þýðir að maður greini kjarna málsins.
“Att hälla vatten på en gås” betyder att något är hopplöst eller att resultatet inte blev som man hoppades.
,,Að skvetta vatni á gæs” þýðir að eitthvað er tilgangslaust eða beri engan árangur.
,,Að hafa mörg járn í eldinum” þýðir að maður hefur mörg viðfangsefni.
,,Að ganga með eitthvað í maganum” þýðir að mann langar til einhvers en kemur því ekki í verk.
Notar þú oft orðatiltæki?