Helga Dögg Sverrisdóttir
Grímsey er lítil eyja 40 km norður af Íslandi. Þar búa um 100 manns allt árið en fleiri á sumrin. Eyjan er 5.3 km² og tilheyrir Akureyri.
5Til að komast til Grímseyjar verður að fljúga með lítilli flugvél frá Akureyri eða sigla frá Dalvík sem tekur 3 klukkustundir.
7Mikið fuglalíf er í Grímsey því stutt er fyrir fuglana í fæðu. Hægt er að sjá Lunda, Ritu, Fíl, Kríu, Langvíu og fleiri fugla. Frá apríl til ágúst er besti tíminn til fuglaskoðunar.
11Þú getur farið yfir heimskautsbauginn þegar þú heimsækir Grímsey. Á myndinni sérðu staðinn þar sem ferðamenn láta mynda sig. Auk þess fá þeir skjal um að hafa stigið yfir heimskautsbauginn.
13Kirkjan var byggð árið 1867 og stækkuð 1932. Margir heita á kirkjuna. Prestar frá Dalvík þjóna í kirkjunni.
15Krían er veitingastaður í Grímsey. Þar koma margir ferðamenn og því nauðsynlegt að bjóða upp á kaffi, mat og annað sem veitingastaður selur. Á eyjunni er banki, verslun og skóli.
17Vitinn var byggður 1937 og er á suðaustur horni eyjunnar. Í upphafi var honum stjórnað með gaslampa og þá þurfti að kveikja og slökkva með handafli. Nú er hann sjálfvirkur.
19Foto/ Myndir/ Asseq/ Valokuva/ Guvvieh/ Nuotraukos/ Photo:
S1+16+20: Akureyri.is
S4: Juhász Péter - commons.wikimedia.org
S6: Boreal Travel - flickr.com
S8: Port.is - Hafnarsamlag Norðurlands
S10: Jennifer Boyer - flickr.com
S12: Visitakureyri.is
S14: Brad Weber - commons.wikimedia.org
S18: Lucie Commans - flickr.com