IS
Broyt
mál
Luktar ganga - Sankti Martin
IS
2
Luktar ganga - Sankti Martin

Kea Kröber

Týtt: Helga Dögg Sverrisdottir
3
4

Þann 11. nóvember fagna margir Sankti Martin í Þýskalandi. Sankti þýðir heilagur og þess vegna er hann líka kallaður heilagur Martin.

Þann 11. nóvember fagna margir Sankti Martin í Þýskalandi. Sankti þýðir heilagur og þess vegna er hann líka kallaður heilagur Martin.

5
6

Nafn hans er Martin de Tours. Hann fæddist árið 316 í Sabaria sem er í Ungverjalandi. Hann var hermaður í stríði Konstantín 2. og varð síðar biskup í Frakklandi. Hann var jarðaður 11. nóvember 397.

Nafn hans er Martin de Tours. Hann fæddist árið 316 í Sabaria sem er í Ungverjalandi. Hann var hermaður í stríði Konstantín 2. og varð síðar biskup í Frakklandi. Hann var jarðaður 11. nóvember 397.

7
8

Þegar Martin var hermaður hitti hann nakinn heimilislausan mann á köldum vetrardegi fyrir framan bæjarhliðið. Þeim heimilislausa var kalt. Martin hafði bara sverð sitt og skikkju.

Þegar Martin var hermaður hitti hann nakinn heimilislausan mann á köldum vetrardegi fyrir framan bæjarhliðið. Þeim heimilislausa var kalt. Martin hafði bara sverð sitt og skikkju.

9
10

Martin notaði sverðið til að skipta skikkjunni í tvennt og gaf þeim heimilislausa annan helminginn. Þá nótt dreymdi Martin um manninn sem sagði að hann væri Jesús.

Martin notaði sverðið til að skipta skikkjunni í tvennt og gaf þeim heimilislausa annan helminginn. Þá nótt dreymdi Martin um manninn sem sagði að hann væri Jesús.

11
12

Eftir það var Martin skýrður og fylgdi kristinni trú. Vegna þess hve góður hann var við alla vildu íbúar í bænum Tours í Frakklandi að hann yrði biskup.

Eftir það var Martin skýrður og fylgdi kristinni trú. Vegna þess hve góður hann var við alla vildu íbúar í bænum Tours í Frakklandi að hann yrði biskup.

13
14

Martin skammaðist sín og faldi sig í hlöðu þar sem var fullt af gæsum. Gæsirnar voru háværar og hann fannst fljótt. Gæsirnar fylgdu honum til kirkju og höfðu svo hátt á meðan hann talaði að þær voru borðaðar á eftir í refsingarskyni.

Martin skammaðist sín og faldi sig í hlöðu þar sem var fullt af gæsum. Gæsirnar voru háværar og hann fannst fljótt. Gæsirnar fylgdu honum til kirkju og höfðu svo hátt á meðan hann talaði að þær voru borðaðar á eftir í refsingarskyni.

15
16

Enn í dag þann 11. nóvember ríður Sankti Martin á hesti sínum með sverð og rauða skikkju fyrir framan föruneyti barna með luktir sem þau hafa búið til og syngja. Oft er kveikt á Martinsbáli eða sagan leikin.

Enn í dag þann 11. nóvember ríður Sankti Martin á hesti sínum með sverð og rauða skikkju fyrir framan föruneyti barna með luktir sem þau hafa búið til og syngja. Oft er kveikt á Martinsbáli eða sagan leikin.

17
18

,,Sankt Martin”, „Ich geh mit meiner Laterne“ (Ég geng með luktina mína) og ,,Laterne, Laterne” eru lög sem sungin eru 11. nóvember.

,,Sankt Martin”, „Ich geh mit meiner Laterne“ (Ég geng með luktina mína) og ,,Laterne, Laterne” eru lög sem sungin eru 11. nóvember.

19
20

Maður borðar Martingæs með rauðkáli og brauðbollum eða bollum búnar til úr kartöflum. Maður les líka upphátt ljóð um gæs. Í sumum héruðum í Þýskalandi er líka til gerdeigs maður, sætur Martins-croissant, Martins-kringla og Martinsgæs sem búin er til úr smákökudeigi.

Maður borðar Martingæs með rauðkáli og brauðbollum eða bollum búnar til úr kartöflum. Maður les líka upphátt ljóð um gæs. Í sumum héruðum í Þýskalandi er líka til gerdeigs maður, sætur Martins-croissant, Martins-kringla og Martinsgæs sem búin er til úr smákökudeigi.

21
22

Maður fagnar líka Sankti Martin í öðrum löndum t.d. Austurríki, Hollandi, Danmörku, Svíþjóð, Póllandi og Tékkóslóvakíu. Hver á sinn hátt. Veist þú hvernig þið fagnið Sankti Martins degi í þínu landi?

Maður fagnar líka Sankti Martin í öðrum löndum t.d. Austurríki, Hollandi, Danmörku, Svíþjóð, Póllandi og Tékkóslóvakíu. Hver á sinn hátt. Veist þú hvernig þið fagnið Sankti Martins degi í þínu landi?

23
Luktar ganga - Sankti Martin

Foto/ Myndir/ Asseq/ Valokuva/ Govvá/ Guvvieh/ Nuotraukos/ Fotod/ Bil/ Photo:
S1+4+16: Superbass - commons.wikimedia.org
S6: GrandCelinien - commons.wikimedia.org
S8: Giovanni Macolino - picryl.com
S10: Wilhelm Wohlgemuth (1870-1942) - commons.wikimedia.org 
S12: Andreas Praefcke - commons.wikimedia.org 
S14: Glasseyes view - flickr.com
S18: Robert Häusler - commons.wikimedia.org 
S20: BerndStiller - commons.wikimedia.org
S22: Pxhere.com
Forrige side Næste side
X