IS
Íslenskir þjóðbúningar
IS
2
Íslenskir þjóðbúningar

Helga Dögg Sverrisdóttir

3
4

Til eru nokkrir íslenskir þjóðbúningar á Íslandi. Það eru til fleiri búningar fyrir konur en karlmenn. ​þjóðbúningarnir eru ævagamlir og hafa breyst í gegnum aldirnar.
 

5
6

Íslenski þjóðbúningurinn er samheiti yfir nokkur klæði sem eiga að þykja einkennandi fyrir íslenska þjóð. Áður fyrr var þetta klæðnaður fólks en er nú notað til hátíðarbrygða.

7
8

Upphlutur var hluti af klæðnaði kvenna. Notað er reimað skreytt vesti, pils, kjóll og svunta með pilsinu og húfa með skúf. Á 19.öld gengu konur í ullarsokkum og sauðskinnskóm.

9
10

Vestið er opið að framan og reimað saman með millureim sem situr á millum. Þetta er gert til að upphluturinn falli þétt að líkamanum.

11
12

Upphlutur 20. aldar breyttist í samræmi við tíðaranda, tísku og fáanleg efni. Upphlutur 20. aldar varð að mörgu leyti ólíkur þeim sem konur klæddust öldinni áður.

13
14

Húfan er grunn, saumuð úr flaueli, með löngum, svörtum silkiskúf. Lítill silfurhólkur er á skúfnum.

15
16

Peysuföt frá 19. öld voru oftast svört eða svartblá. þessi búningur er ekki með vesti. Húfan var djúp, prjónuð úr svörtu, fínu ullarbandi og var með rauðan, grænan, bláan eða svartan skúf.

17
18

Peysuföt 20. aldar breyttust eftir tíðaranda, tísku og fáanlegum efnum. Nú voru ermar með svolitlu púffi á öxlum og stór slaufa bættist við.

19
20

Hinn almenni þjóðbúningur karla er hnésíðar ullarbuxur eða síðbuxur, tvíhneppt vesti og treyja eða mussa og skotthúfu.

21
22

Stelpubúningurinn minnir á kvenna búningana. Stúlkur höfðu klút um hálsinn með sínum búningi.

23
24

Strákabúningarnir eru eins og karlabúningarnir. Hnésíðar buxur, blússa, vesti og skotthúfa. Notaðir eru sauðskinnsskór með búningunum séu þeir til.

25
26

Þessi búningur kallast skautbúningur og er fínni en hinir. Nú er komið belti og meira lagt í höfuðfatið. Þessi búningur var notaður sem hátíðarbúningur á öldum áður.

27
28

Kyrtill var sparibúningur á 19. öld. Hann var oft notaður við fermingar og brúðkaup um aldamótin 1900. Fjallkonan klæðist alltaf þessum búningi á þjóðhátíðardegi Íslendinga 17. júní.

29
30

þekkir þú einhvern sem á þjóðbúning?

31
Íslenskir þjóðbúningar

Foto/ Myndir/ Asseq/ Valokuva/ Govvá/ Guvvieh/ Nuotraukos/ Fotod/ Bil/ Photo:

S1-30: Heimilisiðnaðarfélag Íslands

Íslenskir þjóðbúningar | Heimilisiðnaður
(heimilisidnadur.is)
Forrige side Næste side
X