IS
Garðfuglar á Ísland - bók 2
IS
2
Garðfuglar á Ísland - bók 2

Helga Dögg Sverrisdóttir

3
4

Rjúpa (Lagopus muta) er of orraætt. Hún skiptir litum eftir árstíma. Hún er brún yfir sumarið en verður hvít á veturnar. Lifir í kjarrlendi, lyngmóum og grónu hrauni. Leitar inn í garða á veturnar. Rjúpan er staðfugl og verpir seinni hluta maí og fram í júní. Á Íslandi má skjóta rjúpu sem margir borða um jól.

5
6

Smyrill (Falco columbarius) er af fálkaætt. Karl- og kvenfuglinn eru mismunandi á litinn. Hann er algengasti ránfugl á Íslandi og er að mestu farfugl. Á veturnar, í snjóhörku, er hann nálægt þéttbýli til að elta uppi snjótittlingahópa til að eta.

7
8

Snjótittlingur (Plectrophenax nivalis) er af tittlingaætt. Sjaldgæfur varpfugl á láglendi en verpir upp til fjalla. Að mestu staðfugl. Grænlenskir fuglar koma og eru hér á veturna. Verpir í lok maí og fram í júní. Étur aðallega fræ.

9
10

Músarindill (Troglodytes troglodytes) er af rindlaætt. Hann lifir í birkikjarri, birkiskógum og ræktuðum skógum. Staðfugl sem heimsækir garða, aðallega á haustin. Verpir um miðjan maí fram í júlí. Hann sækir ekki í fóður í garða.

11
12

Silkitoppa (Bombycilla garrulus) er af silkitoppuætt. Fuglinn er litskrúðugur og þekkist því fljótt. Lifir aðallega í barrskógum en heimsækir oft garða. Silkitoppa er farfugl. Verpir í maílok fram í júní. Borðar aðallega ávexti og ber á veturnar. Þeim eru gefin epli í görðum á Íslandi.

13
14

Stari (Sturnus vulgaris) er af staraætt. Hann er dökkur á lit en á veturnar er hann mjög doppóttur. Býr í þéttbýli og á sveitabæjum og er staðfugl. Hann etur m.a. matarafganga og brauð sem skilið er eftir á jörðinni. Verpir í lok apríl og fram í júní.

15
16

Svartþröstur (Turdus merula) er af þrastarætt. Karlfuglinn er svartur en kvenfuglinn dökkbrúnn. Sennilega eru þeir staðfuglar en algengir á haustin og veturnar. Verpa í apríl fram í ágúst. Borða fuglafóður í görðum og þykja epli góð.

17
18

Þúfutittlingur (Anthus pratensis) er af erluætt. Afturklóin er löng og það aðskilur hann frá öðrum í tittlingum. Hann er farfugl og er á grónu svæði, móum, graslendi og kjarri. Verpir seinni hluta í maí og fram í júní. Hann étur fræ á haustin og veturnar í görðum.

19
20

Skógarþröstur (Turdus iliacus) er af þrastarætt. Hann er einn algengasti garðfugl hér á landi og kemur í byrjun apríl. Þrösturinn er öllu jafna farfugl en nokkur þúsund eru hér yfir vetrartímann. Verpa í byrjun maí og geta verpt 2-3 sinnum yfir sumarið.

21
22

Þekkir þú fleiri fugla sem koma í garða?

23
Garðfuglar á Ísland - bók 2

Foto/ Myndir/ Asseq/ Valokuva/ Govvá/ Guvvieh/ Nuotraukos/ Fotod/ Bil/ Photo:
S1: Statskog - flickr.com 
S4: Jan Frode Haugseth - commons.wikimedia.org
S6: David St. Louis - flickr.com
S8: Dewhurst Donna - pixnio.com
S10: Piqsels.com
S12: Ekaterina Chernetsova - commons.wikimedia.org
S14: PierreSelim - commons.wikimedia.org
S16+20:  Andreas Trepte - commons.wikimedia.org
S18: Ken Billington - commons.wikimedia.org
S22: SteveCrowhurst - pixabay.com
Forrige side Næste side
X