Play audiofileis
Guðmundur Guðmundsson- goðsögn í handbolta
2
Guðmundur Guðmundsson- goðsögn í handbolta

Helga Dögg Sverrisdóttir

3
4

Guðmundur Þórður Guðmundsson fæddist 23. desember 1960. Hann spilaði handbolta með Víking frá 1967-1992 og Aftureldingu í Mosfellsbæ frá 1992-1995. Hann var spilandi þjálfari beggja liða á tímabilinu 1989-1995.

Play audiofile 5
6

Fyrsti landsleikurinn hans var 1980 og spilaði hann 230 leiki. Guðmundur skoraði 356 mörk. Hann var vinstri hornamaður.

Play audiofile 7
8

Guðmundur hefur þrívegis þjálfað íslenska landsliðið: 2001-2004, 2008-2012 og frá 2018-2023. Undir hans stjórn vann liðið silfur á OL 2008 og brons á EM 2010. Liðið varð í fjórða sæti á EM 2002.

Play audiofile 9
10

Guðmundur þjálfaði danska landsliðið frá 2014-2017. Liðið vann gullverðlaun á OL 2016. Á OL fá þjálfarar enga medalíu sagði Guðmundur í viðtali eitt sinn og því á hann enga. Bara minningar.

Play audiofile 11
12

Áður en Guðmundur tók við danska landsliðinu þjálfaði hann mörg félög. Undir hans stjórn vann Fram Íslandsmeistaratitilinn árið 2006. Hann hefur þjálfað danska félagið GOG Svendborg, 2009-2010, og  þýska félagið Rhein-Neckar Löwen frá 2010-2014.

Play audiofile 13
14

Guðmundur er talinn mjög góður þjálfari og hefur gengið vel með þau lið sem hann þjálfar. Hann er óhræddur við að taka unga stráka í landsliðið og gefa þeim tækifæri á að spila.

Play audiofile 15
16

Guðmundur undirbýr alla leiki mjög vel. Hann ræðir við leikmenn um alls konar leikaðferðir og nefnir þær. Að leik loknum er upptaka af leiknum skoðuð til að sjá hvað má betur fara næst.

Play audiofile 17
18

Í íslenska þjálfateyminu eru þrír þjálfarar. Forseti Íslands Guðni Th. Jóhannesson mætir oft á alþjóðlega keppni eins og HM, EM og OL til að fylgja sínu liði.

Play audiofile 19
20

Þekkir þú aðra farsæla þjálfara í hanbolta?

Play audiofile 21
Guðmundur Guðmundsson- goðsögn í handbolta

Foto/ Myndir/ Asseq/ Valokuva/ Guvvieh/ Nuotraukos/ Photo:
S1: Steindy - commons.wikimedia.org
S4+8+14+16+18+20: HSI.is
S6: Óþekktur
S10: Wenflou - commons.wikimedia.org
S12: Commons.wikimedia.org
Forrige side Næste side
X