
Aftur til leiting
Helga Dögg Sverrisdóttir
Gásir er verslunarstaður frá miðöldum. Gásir eru tilnefndar á heimsminjaskrá UNESCO. Staðurinn er 11 km norður af Akureyri, við ströndina í Eyjafriði á norðanverðu Íslandi.
Nokkrum sinnum hefur fornleifauppgröftur verið á Gásum. Hvergi á Íslandi eru varðveittar jafn miklar mannvistarleifar frá miðöldum.
Staðurinn er oft nefndur í handritum frá 13. og 14. öld. Komið var sjóleiðis að Gásum. Talið er að siglt hafi verið fram eftir 15. öld að staðnum.
Þriðju helgina í júlí eru Miðaldadagar haldnir á Gásum. Þá kemur fólk saman og lifir eins og gert var á miðöldum.
Á Miðaldardögum getur maður séð hvernig handverk var unnið og matur búinn til. Fólk sýnir hvernig lífið var á miðöldum og hvernig verslunarstaðurinn var.
Á Miðaldardögum er sett upp leikrit til að sýna almenningi hvernig menn börðust um varning sem barst að Gásum.
Skreið er þurrkaður fiskur, oftast þorskur. Þurrkun er gömul aðferð, til að auka geymsluþol fisks, sem einkum er notuð á Íslandi. Á miðöldum var mikið borðað af honum.
Allir hjálpuðust að við vinnu og þegar handverk var búið til. Börn og fullorðnir höfðu hlutverk.
Fýsibelgur var notaður til að halda glóðinni heitri þannig að hægt væri að hamra járnið meðan það er heitt.