Helga Dögg Sverrisdóttir
Surtsey er syðst eyja í Vestamannaeyjaklasanum. Hún er eina eyjan sem myndaðist í mesta neðanjarðarsjávareldgosi sem hófst 14. nóvember 1963.
5Það voru sjómenn á fiskibát sem urðu varir við gosið. Mikill mökkur myndaðist úti á hafi og daginn eftir sást eyjan. Gosið stóð yfir í 3 og hálft ár, til 5. júni 1967.
7Áður en gosið stoppaði fylltist eyjan af fólki sem komu með bátum. Ríkisstjórnin neyddist til að friða eyjuna árið 1965 til að trufla ekki gang náttúrunnar.
9Á stundum hefur verið nauðsynlegt að vakta eyjuna til að halda forvitnum ferðamönnum frá eyjunni.
11Heimsminjanefnd UNESCO samþykkti árið 2008 að setja Surtsey á heimsminjalista. Ástæðan er að eyjan varð allt í einu til og er mjög sérstök. Eyjuna á að vakta og nota til rannsókna.
13Mikið fugla- og plöntulíf er á eyjunni í dag. Fyrsta lífið sem myndaðist var mosi og flétta. Það er enn með öllu bannað að fara í eyjuna eða kafa í kringum hana nema með leyfi.
15Skýringarmynd af gosinu: 1: Vatnsgufa, 2: Aska, 3: Eldgígur, 4: Vatn, 5: Lög af hrauni og ösku, 6: Jarðlag, 7: Gosrás, 8: Kvikuþró og 9: Bergeitill.
17Surtsey er nefnd eftir jötninum Surti úr norrænni goðafræði, sem er sagður þekja heiminn eldi þegar ragnarök verða.
19Eyjan er 2.8 km². Hefur þú heimsótt svona litla eyju? Þekkir þú aðra staði sem eru á heimsminjaskrá UNESCO?
21Foto/ Myndir/ Asseq/ Valokuva/ Guvvieh/ Nuotraukos/ Photo:
S1: Gilles Messian - flickr.com
S4: Pinpin - fr.m.wikipedia.org
S6: Ngdc.noaa.gov - commons.wikimedia.org
S8: Stamps.postur.is
S10: Howell Williams - commons.wikimedia.org
S12: WHC.unesco.org
S14: Piet van de Wiel - pixabay.com
S16: Sémhur - commons.wikimedia.org
S18: John Charles Dollman (1909)
S20: Bruce McAdam - commons.wikimedia.org