
Aftur til leiting
Helga Dögg Sverrisdóttir
Þórhallur Sigurðsson er vel þekktur skemmtikraftur á Íslandi. Hann er alltaf kallaður Laddi. Hann fæddist 20. janúar 1947 í Hafnarfirði.
Laddi er líka grínisti, leikari, söngvari og tónskáld. Hann lærði húsgagnasmíði á yngri árum en lauk ekki náminu.
Laddi er sjálfmenntaður skemmtikraftur. Árið 1982 fór hann í leiklistarskóla í Los Angeles. Hann var þar í ár en lauk ekki námi. Myndirnar í bókinni sýna hluta af þeim persónum sem hann hefur skapað.
Laddi hefur talað inn á nokkrar Disney myndir eins og Aladdin, Konung ljónanna, Mulan, Ralph rústari, Frosinn og fleiri.
Laddi hefur leikið í mörgum grínmyndum en hann fer alltaf með eitt af aðalhlutverkum. Hann hefur líka leikið í leikhúsi og fær undantekningalaust stórt hlutverk.
Laddi hefur búið til margar persónur hér á landi. Má þar nefna Elsu Lund, sem er á myndinni, Eirík Fjalar, Magnús bónda, Þórð húsvörð, Jarmund búfræðing, Saxa lækni, Skúla rafvirkja og fleiri.
Þegar Laddi varð 60 ára setti hann upp sýningu í Borgarleikhúsinu í Reykjavík. Í upphafi áttu þetta að vera fjórar sýningar en urðu margfalt fleiri vegna mikilla vinsælda.
í lok ársins 2018 veitti forseti Íslands Guðni Jóhannesson Ladda fálkaorðuna í þágu menningar og lista.
Laddi og bróðir hans Halli voru tvíeyki í skemmtibransanum og þóttu ómissandi í skemmtiþáttum. Þeir gáfu út nokkrar hljómplötur.
Hann er tvígiftur og á þrjá stráka. Strákarnir hans heita Marteinn, Ívar og Þórhallur sem vann keppnina ,,Fyndnasti maður Íslands árið 2007.” Á myndinni má sjá feðgana.