
Tilbage til søgning
Helga Dögg Sverrisdóttir
Til að prjóna íslenska lopapeysu þarf lopa. Hann fær maður frá kindum sem fara í sláturhús á haustin.
5Hér áður fyrr var lopinn bara til í sauðalitunum, hvítum, svörtum og brúnum. En með þróun og nýrri tækni fæst lopinn nú í mörgum litum.
9Plötulopi er notaður í lopapeysu. Lopinn er notaður með ein- tvö- eða þreföldum þræði allt eftir hve þykk og hlý peysan á að vera. Ef maður notar einn þráð þarf að nota annað garn með því hann er svo þunnur.
11Íslenska lopapeysan er handprjónuð með hringskornu mynstruðu axlastykki og er prjónuð á hringprjón. Það greinir hana frá norsku og færeysku peysunum, en á þeim peysum prjónar maður bolinn sér og festir ermarnar eftir á.
13Þegar búið er að prjóna peysu þarf að handþvo hana, þurrka og pressa. Peysurnar geta verið með rennilás, tölum eða án. Það þarf ekki að þvo lopapeysu oft, gott að viðra hana annað slagið. Lopapeysa má alls ekki fara í þvottavél nema til að vinda hana í stutta stund.
15Íslendingar nota lopapeysu við mörg tækifæri. Það er algent að sjá fólk í lopapeysu á útihátíðum og á ættarmótum enda eru þær mjög hlýjar. Sumrin á Íslandi eru ekki eins hlý og á öðrum Norðurlöndum.
17Mörgum finnst gaman að prófa alls konar litasamsetningu í lopapeysu. Oft verða peysurnar mjög fallegar, bæði barna og fullorðins peysur.
19Fólk á öllum aldri notar lopapeysur. Þær eru mjög vinslæar meðal ferðamanna. Margar konur, sjaldan karlmenn, prjóna þær og selja þær í búðirnar.
21Lopapeysur eru algengar meðal hestamanna því þær eru hlýjar. Ef það er rigning ferðu í regnstakk utanyfir og peysan heldur á þér hita.
23