Helga Dögg Sverrisdóttir
Á sumrin eru margir íslenskri hestar á fjöllum. Þar hvíla þeir sig og fita. Þeir eru á fjöllunum um allt land. Eigandi hestanna rekur þá upp á fjallið.
5Hestar eru mjög fótvissir og veran á fjöllunum gerir þá enn betri. Folöldin sem fara með mæðrum sínum læra að ganga í ójöfnu landslagi.
7Þegar hestarnir eru sóttir á haustin, í lok september fram í miðjan október er stundum kominn snjór í fjöllin.
9Veðrið getur verið alls konar þegar dagurinn rennur upp. Það er ákveðið að vori hvenær réttir eru á haustin og dagsetningunni mjög sjaldan breytt.
11Hestarnir eru reknir af fjalli. Það gera menn á hestum sem hafa verið heima um sumarið. Reynt er að halda hestunum í hóp svo auveldara sé að reka þá niður.
13Stundum reyna hestarnir sem koma af fjallinu að stinga af. Þá þarf að hafa snöggar hendur og geysa af stað í veg fyrir þá.
15Hestunum er smalað inn í rétt svo hægt sé að flokka þá. Hver eigandi tekur sína hesta. Stundum getur orðið hamagangur í öskjunni þegar það er gert.
17Áður en hestamenn halda heim þarf að athuga hvort skeifurnar séu ekki í lagi. Það er vont fyrir hestinn að ganga með mann á baki ef hann hefur ekki skeifu.
19Á heimleið þurfa sumir að fara yfir á. Hestar eru vel syndir en miklu skiptir að hafa einhvern fremst og aftast til að passa upp á lausu hestana.
21Foto/ Myndir/ Asseq/ Valokuva/ Govvá/ Guvvieh/ Nuotraukos/ Fotod/ Bil/ Photo:
S1,4,8,12,14,22,28: Kristín Svava Stéfánsdóttir
S6: Hafdís Dögg Sveinbjarnardóttir
S10,16: Stefán Stefánsson
S20: Magnús Ólafsson