IS
Stóðréttir
IS
2
Stóðréttir

Helga Dögg Sverrisdóttir

3
4

Á sumrin eru margir íslenskri hestar á fjöllum. Þar hvíla þeir sig og fita. Þeir eru á fjöllunum um allt land. Eigandi hestanna rekur þá upp á fjallið.

5
6

Hestar eru mjög fótvissir og veran á fjöllunum gerir þá enn betri. Folöldin sem fara með mæðrum sínum læra að ganga í ójöfnu landslagi.

7
8

Þegar hestarnir eru sóttir á haustin, í lok september fram í miðjan október er stundum kominn snjór í fjöllin.

9
10

Veðrið getur verið alls konar þegar dagurinn rennur upp. Það er ákveðið að vori hvenær réttir eru á haustin og dagsetningunni mjög sjaldan breytt.

11
12

Hestarnir eru reknir af fjalli. Það gera menn á hestum sem hafa verið heima um sumarið. Reynt er að halda hestunum í hóp svo auveldara sé að reka þá niður.

13
14

Stundum reyna hestarnir sem koma af fjallinu að stinga af. Þá þarf að hafa snöggar hendur og geysa af stað í veg fyrir þá.

15
16

Hestunum er smalað inn í rétt svo hægt sé að flokka þá. Hver eigandi tekur sína hesta. Stundum getur orðið hamagangur í öskjunni þegar það er gert.

17
18

Áður en hestamenn halda heim þarf að athuga hvort skeifurnar séu ekki í lagi. Það er vont fyrir hestinn að ganga með mann á baki ef hann hefur ekki skeifu.

19
20

Á heimleið þurfa sumir að fara yfir á. Hestar eru vel syndir en miklu skiptir að hafa einhvern fremst og aftast til að passa upp á lausu hestana.

21
22

Hefur þú áhuga að taka þátt í stóðréttum?

23
Stóðréttir

Foto/ Myndir/ Asseq/ Valokuva/ Govvá/ Guvvieh/ Nuotraukos/ Fotod/ Bil/ Photo:

S1,4,8,12,14,22,28: Kristín Svava Stéfánsdóttir 
S6: Hafdís Dögg Sveinbjarnardóttir 
S10,16: Stefán Stefánsson 
S20: Magnús Ólafsson
Forrige side Næste side
X