IS
Play audiofileis
Slysavarnadeildir á Íslandi
IS
2
Slysavarnadeildir á Íslandi

Helga Dögg Sverrisdóttir

3
4

Slysavarnadeildir heyra undir Slysavarnafélagið Landsbjörg sem verður 90 ára í ár, 2018. Öll vinna þeirra er sjálfboðið starf.

Play audiofile 5
6

Um allt land starfa slysavarnadeildir. Hver deild á sitt eigið merki.

Play audiofile 7
8

Að mestu eru það konur sem starfa í slysavarnadeildum og störfin, í gegnum 80-85 ár, hafa verið mjög fjölbreytt.

Play audiofile 9
10

Áður fyrr prjónuðu konur tvíþumla vettlinga, nærföt og fleira úr ull fyrir sjómenn sem þá unnu á opnum bátum. Kuldinn var mikill og sjómennirnir ánægðir að fá gjafirnar.

Play audiofile 11
12

Slysavarnadeildir og björgunarsveitir minna á 1-1-2 daginn með ýmsum uppákomum. Lögregla, sjúkralið og slökkviliðið er oft með á þessum degi.

Play audiofile 13
14

Margar deildir gefa alls konar gjafir. Má þar nefna reykskynjara, endurskinmerki og vesti og heyrnarhlífar. Oft eru það börn sem fá gjafirnar.

Play audiofile 15
16

Í samvinnu við lögreglu eru hjól og hjálmar yfirfarnir hjá börnum. Bílbeltakönnun er framkvæmd þegar foreldrar koma með börn sín á leikskóla til að athuga hvort þau séu spennt í bílnum.

Play audiofile 17
18

Á sjómannadaginn, sem er fyrsti sunnudagur í júní, heiðra félagar í Slysavarnadeildum látna og týnda sjómenn með nærveru sinni í messum víða um land.

Play audiofile 19
20

Deildirnar þéna peninga á t.d. kaffisölu, erfidrykkju, rafhlöðusölu sölu reykskynjara, skeyta og harðfisks.

Play audiofile 21
22

Margir fá gjafir. Á myndinni er einni sundlaug afhentur stóll fyrir fatlaða.

Play audiofile 23
24

Félagar í slysavarnadeildum gera sér ýmislegt til skemmtunar. Þeir hittast á þingum og fundum inn Landsbjargar auk þess sem deildirnar að heimsækja hvor aðra.

Play audiofile 25
26

Slysavarnadeildir hafa tekið þátt í hálendisvakt Landsbjargar, Safe travel, ásamt björgunarsveitunum og hjálpa til við ýmis störf.

Play audiofile 27
28

Starfar slysavarnadeild þar sem þú býrð?

Play audiofile 29
Slysavarnadeildir á Íslandi

Foto/ Myndir/ Asseq/ Valokuva/ Guvvieh/ Nuotraukos/ Photo:
S1+4+6+28: Landsbjorg.is
S8+14+18+20: Slysavarnadeildin Dalvík
S10: Mike Krüger - commons.wikimedia.org
S12: Slysavarnadeildin Ársól, Reyðarfirði
S16: Slysavarnadeildin Gyða, Bíldudal
S22: Slysavarnadeildin Una, Garði
S24: Slysavarnadeildin Hafdís, Fáskrúðsfirði
S26: Slysavarnadeildin í Reykjavík
Forrige side Næste side
X