Pakeisti
kalbą
Play audiofileis
Fossar á Íslandi
Wasserfall in Island

Svanhvít Hreinsdóttir

Išversta į vokiečių iš Hjalte Aaby Salling Sørensen
3
4

Á Íslandi er mikið vatn. Það er mikið grunnvatn og það snjóar og rignir. Einnig kemur vatn þegar jöklarnir bráða, mest á sumrin. Á Íslandi eru fjöll og hæðir og því margir fossar.


Play audiofile

In Island gibt es viel Wasser. Es gibt viel Grundwasser, es schneit und regnet. Es kommt auch Wasser, wenn die Gletscher schmelzen, meistens im Sommer. In Island gibt es Berge und Hügel und daher viele Wasserfälle.

5
6

Sumar ánna eru bergvatnsár og þær eru tærar og hreinar. Jökulár koma úr jöklunum og þær bera með sér mikið af leir og sandi. Oft renna þessar ár saman og það áhugavert að sjá þær blandast saman.


Play audiofile

Einige der Flüsse sind Bergflüsse und sie sind klar und sauber. Die Gletscherflüsse kommen von den Gletschern und tragen viel Lehm und Sand mit sich. Oft treffen sich diese Flüsse und es ist interessant zu sehen, wie sie sich vermischen.

7
8

Dettifoss er aflmesti foss Íslands og hann er 100 metra breiður og 45 metra hár. Áin sem hann er í heitir Jökulsá á Fjöllum. Nálægt Dettifossi eru tveir minni fossar Hafragilsfoss og Selfoss.


Play audiofile

Dettifoss ist Islands mächtigster Wasserfall und er ist 100 Meter breit und 45 Meter hoch. Der Fluss, in dem er liegt, heißt Jökulsá á Fjöllum. In der Nähe von Dettifoss befinden sich zwei kleinere Wasserfälle Hafragilsfoss und Selfoss.

9
10

Gullfoss er frægasti og mest heimsótti foss á Íslandi. Gullfoss er í ánni Hvítá sem kemur úr Langjökli.Fossinn er í allt 32 metrar en skiptist í tvo fossa.


Play audiofile

Gullfoss ist der berühmteste und meistbesuchte Wasserfall in Island. Gullfoss liegt im Fluss Hvítá und kommt aus Langjökull. Der Wasserfall ist insgesamt 32 Meter hoch und in zwei Wasserfälle unterteilt.

11
12

Fyrir neðan Eyjafjallajökul er Seljalandsfoss, hann er 62 metra hár og vinsæll hjá ferðamönnum. Hægt er að ganga á bak við fossinn sem mörgum þykir mjög sérstakt.


Play audiofile

Unter Eyjafjallajökull ist Seljalandsfoss. Er ist 62 Meter hoch und bei Touristen beliebt. Es ist möglich, hinter den Wasserfall zu gehen, was viele für etwas besonderes halten.

13
14

Skógafoss er 60 metra hár og 25 metra breiður foss í Skógá. Hann er síðastur í röð margra fossa í Skógá og fallegastur. Sögusagnir segja að í helli bakvið fossinn sé gullkista.


Play audiofile

Skógafoss ist ein 60 Meter hoher und 25 Meter breiter Wasserfall in Skógá. Er ist der letzte in der Reihe von vielen Wasserfällen in Skógá und der schönste. Eine Legende besagt, dass sich in einer Höhle hinter dem Wasserfall ein goldener Sarg befindet.

15
16

Dynjandi er á Vestfjörðum og efst er fossinn 30 metrar á breidd en 60 metrar neðst. Hann er 100 metra hár og það eru fleiri fossar fyrir neðan hann.


Play audiofile

Dynjandi liegt an den Westfjorden und an der höchsten Stelle ist der Wasserfall 30 Meter breit, aber unten 60 Meter. Er ist 100 Meter hoch und es gibt mehrere Wasserfälle weiter unten.

17
18

Í þjóðgarðinum í Skaftafelli er Svartifoss. Fallegt stuðlaberg er umhverfis fossinn.


Play audiofile

Im Nationalpark in Skaftafell liegt  Svartifoss. Rund um den Wasserfall befindet sich ein sehr schöner Säulenbasalt.

19
20

Hraunfossar eru ekki í neinni á, heldur kemur vatnið beint undan hrauninu í mörgum litlum fossum sem falla í Hvítá í Borgarfirði.


Play audiofile

Hraunfossar liegt nicht in einem Fluss, aber das Wasser kommt in vielen kleinen Wasserfällen, die in Hvítá in Borgarfjörður fallen, direkt aus der Lava.

21
22

Goðafoss er í Skjálfandafljóti og er 12 metra hár. Sagt er að Þorgeir Ljósvetningagoði hafi kastað goðalíkneskjum sínum í fossinn þegar Ísland varð kristið árið 1000 og því hafi fossinn fengið þetta nafn.


Play audiofile

Goðafoss (der Wasserfall der Götter) befindet sich in Skjálfandafljót und ist 12 Meter hoch. Es wird gesagt, dass der Laie Thorgeir seine heidnischen Statuen in den Wasserfall warf, als Island im Jahr 1000 das Christentum wählte. Deshalb hat der Wasserfall diesen Namen erhalten.

23
24

Ekki eru allir fossar stórir en í Elliðaárdal í Reykjavík, höfuðborg Íslands er lítill foss sem krakkar elska að hoppa í þegar veðrið er gott.


Play audiofile

Nicht alle Wasserfälle sind groß, aber in Elliðiárdal in Reykjavík, Islands Hauptstadt, gibt es einen kleinen Wasserfall, in den Kinder gerne springen, wenn das Wetter gut ist.

25
26

Eru einhverjir fossar í þínu heimalandi?


Play audiofile
Fossar á Íslandi

Foto/ Myndir/ Asseq/ Valokuva/ Govvá/ Guvvieh/ Nuotraukos/ Fotod/ Photo:
S1+16: Diego delso - commons.wikimedia.org
S4: Jacqueline Macou - pixabay.com
S6: Ferlir.is
S8: Txetxu - flickr.com
S10: Gamene - flickr.com
S12+20+22: 12019 - pixabay.com
S14: Jeremy Goldberg - commons.wikimedia.org
S18: Andrés Nieto Porras - flickr.com
S24: Svanhvít Hreinsdóttir
S26: Marshall Sisterson - pixabay.com
Forrige side Næste side
X