






Connie Isabell Kristiansen
þýtt á íslensku frá Katrín Hólmgrímsdóttir & Sólrún Svava KjartansdóttirOsló er höfuðborg Noregs og stærsta borg landsins. Hér sérðu konunglegu höllina.
Þórshöfn er höfuðborg Færeyja. Bærinn er nefndur eftir norræna guðinum Þór.
Kaupmannahöfn er höfuðborg Danmerkur. Hér getur þú séð Litlu hafmeyjuna.
Stókkhólmur er höfuðborg Svíþjóðar. Hér getur þú heimsótt skemmtigarðinn Græna lund.
Reykjavík er höfuðborg Íslands. Hér getur þú riðið á íslenskum hestum.
Nuuk er höfuðborg Grænlands. Ef þú ferðast til Nuuk, sérðu mörg litskrúðug hús.
Helsinki er höfuðborg Finnlands. Hér getur þú heimsótt ÓL-leikvanginn.
Maríuhöfn er höfuðborg Álandseyja. Álandseyjar samanstanda af mörgum litlum eyjum.
Þekkir þú fleiri höfuðborgir?